Hvar er verið að byggja?

23. nóvember 2023
b24

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti nýverið yfirlit yfir íbúðarhúsnæði í byggingu miðað við talningu í september á þessu ári.   Samkvæmt HMS eru framkvæmdir í gangi við 8.683 íbúðir.  Gert er ráð fyrir að samtals 2.838 íbúðir verði fullbúnar á þessu ári og um 2.642 á árið 2024.

Hvar er verið að byggja?

Í Reykjavík eru 2.607 íbúðir í byggingu og um 1.605 íbúðir í Hafnarfirði.   Í Kópavogi eru 834 íbúðir í byggingu og 768 íbúðir eru í byggingu í Garðabæ.  Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg þar sem 586 íbúðir eru í byggingu og Reykjanesbæ þar sem 399 íbúðir eru á framkvæmdastigi.

Hjá Mikluborg eru fjölmargar íbúðir í nýbyggingum til sölu um allt höfuðborgarsvæði.

Bjartar íbúðir í Bjarkarholti í Mosfellsbæ
Í Bjarkarholti 17 – 19 í Mosfellsbæ eru glæsilegar nýbyggingar á frábærum stað í hjarta Mosfellsbæjar. Um er að ræða 58 íbúðir í tveimur íbúðareiningum. Stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir og skóla.

Nýbyggingar í hjarta borgarinnar
Miklaborg er með mikið úrval fasteigna til sölu á þessum svæðum og má nefna sem dæmi glæsilegar íbúðir í Skipholti 1Borgartúni 24 og Grensásvegi.  Þá er Miklaborg einnig með íbúðir á besta stað í Súðavogi til sölu með útsýni yfir Geirsnef og út á flóann.   

Það er gott að búa í Kópavogi
Í Kópavogi eru á söluskrá virkilega skemmtilegar íbúðir í Sunnusmára í Kópavogi. Þá er Miklaborg með glæsilegar útsýnisíbúðir til sölu í turninum við Silfursmára 2.

Halló Hafnarfjörður!
Í Hafnarfirði eru til sölu íbúðir á fjölskylduvænum stað við Áshamar og Hringhamar á svæði sem er nálægt náttúruperlum og frábæru útivistarsvæði. Á næstunni munu bætast við íbúðir í nýbyggingu við Hringhamar 35-37.

Vistvænt og grænt í Garðabæ
Í Urriðaholtinu Garðabæ eru til sölu vistvæn hús í Kinnargötu, húsin er Svansvottuð og í næsta nágrenni við Golfklúbbinn Odd og einstakt útivistarsvæði Heiðmerkur.  Þá eru glæsilegar nýbyggingar til sölu í Keldugötu, sem henta fjölskyldum og einstaklingum.

Þessar og miklu fleiri eignir eru til sölu hjá Mikluborg.  Hafið samband við söluteymið okkar.  Þau eru til þjónustu reiðubúin og fylgja ykkur alla leið.