Um okkur

Starfsfólk
Starfsfólk Mikluborgar Starfsfólk
Austurhofn
Saga Mikluborgar Miklaborg
Miklaborg

Miklaborg er framúrskarandi fyrirtæki árið 2022 og skv. mælikvörðum Creditinfo í sérflokki  í fasteignasölu á Íslandi.

Söluþóknun í einkasölu er 1,95% af söluverði eignar auk VSK, þó að lágmarki kr. 489.800 m. VSK. 

Söluþóknun í almennri sölu er 2,5% af söluverði eignar auk VSK, þó að kr. 489.800 m. VSK.

Að auki greiðir seljandi útlagðan kostnað vegna gagnaöflunar við gerð söluyfirlits eða samtals kr. 54.560 m. VSK.  

Seljandi greiðir engan auglýsingakostnað eða gagnaöflun nema eignin seljist

Með gagnaöflun er átt við margvíslegan útlagðan kostnað sem annars vegar tengist upplýsingaöflun um eignina og hins vegar kostnað seljanda varðandi söluferlið.

Dæmi um útlagðan kostnað vegna eignarinnar eru; veðbókarvottorð, veðbandsyfirlit, fasteignamatsvottorð, eignaskiptasamningar, lóðarsamningar og teikningar. Dæmi um útlagðan kostnað varðandi söluferlið eru; vottorð frá félagaskrá Hagstofunnar, þinglýsingarkostnaður vegna yfirlýsinga og umboða seljanda, útvegun veðleyfa og stöðuyfirlita hjá fjármálastofnunum og útlagður kostnaður við niðurfellingu kvaða á félagslegum íbúðum. 

Söluþóknun sumarhúsa er 2,5% auk VSK af söluverði eignar.

Ljósmyndun

Við vinnum með Fasteignaljósmyndun sem er leiðandi í þjónustu við seljendur og fasteignasala. Viðskiptavinir Mikluborgar fá sérkjör hjá Fasteignaljósmyndun. Verð á ljósmyndun fer eftir umfangi og  óskum skv. verðskrá. Fasteignasali hefur milligöngu um tímapöntun vegna ljósmyndunar og er til ráðgjafar varðandi áherslur.

Markaðs- og kynningarkostnaður

Markaðs- og kynningarkostnaður er  eitt fast gjald  samtals kr. 54.560 m. vsk. Gjaldið er greitt einu sinni en eignin markaðssett þar til hún er seld. Auglýsingar á vef, vefmiðlum og samfélagsmiðlum eru innifaldar, við auglýsum á mbl.is/fasteignir, fasteignir.is og miklaborg.is ásamt helstu samfélagsmiðlum. 

Óski seljandi eftir sérstakri markaðssetningu og/eða auglýsingum er um slíkt samið sérstaklega og tekur mið af umfangi og óskum seljanda hverju sinni.

 

Gjald sem kaupandi greiðir skv. samningi er samtals kr. 68.200  m. VSK.

Gjaldið er vegna kostnaðar s.s. við ráðgjöf, aðstoð við kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamnings, afsals, umsjón með þinglýsingu skjala og fleira. 

 

Gjald vegna veðleyfa frá lánastofnunum er innheimt hafi það verið útlagt af fasteignasölunni.

Kaupandi greiðir stimpil og þinglýsingargjöld. 

Þinglýsingargjald af hverju skjali er kr. 2700.

Stimpilgjald vegna kaupsamnings og afsals er reiknað af fasteignamati eignarinnar:

- 0,8% til einstaklinga (0,4 % er keypt er í fyrsta skipti) 

- 1,6% til fyrirtækja

Skjalafrágangur er samtals kr. 310.000 m. VSK  Að auki greiðist kostnaður vegna gagnaöflunar kr. alls kr. 54.560 m. VSK. 

Með skjalafrágangi er átt við að fasteignasalan annist allan frágang kaupsamnings, afsals og annarra skjala sem þörf er á, enda liggi fyrir samkomulag milli kaupanda og seljanda um verð, greiðslukjör og afhendingu fasteignarinnar.

Ekki er greitt fyrir verðmöt sem tengjast sölu á íbúðum.

Kostnaður við sértæk verðmöt, svo sem vegna endurfjármögnunar, er kr. 37.100 m. VSK  fyrir íbúðarhúsnæði, um önnur verðmöt þarf að semja sérstaklega.

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk VSK.