Starfsfólk

jasonsaeti
Jason Guðmundsson
Eigandi, lögmaður og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, lögg. leigumiðlari

Jason er annar eiganda Mikluborgar og útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2008. Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu vorið 2000. Jason hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2009. Jason hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996. Hann sér um samningagerð og sölu fasteigna. Jason býr á svæði 104, er giftur og á þrjú börn, einn strák og tvær stúlkur. Jason er eigandi Mikluborgar.

oskar
Óskar R. Harðarson
Eigandi, lögmaður og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, lögg. leigumiðlari

Óskar R. Harðarson er annar stofnanda Mikluborgar. Óskar hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 1998 og er útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Óskar öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi á árinu 2004. Óskar er uppalinn í Reykjavík en býr í Garðabæ í dag ásamt konu sinni og fimm börnum.

 

begga
Berglind Guðmundssdóttir
Aðalbókari

Berglind hóf störf hjá okkur mars 2024, hún er fædd og uppalin í 104 Reykjavík. Berglind er í sambúð og á 3 börn. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hún starfaði síðustu 7 ár hjá PwC.

f
Friðjón Örn Magnússon
Löggiltur fasteignasali, B.A í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Friðjón er löggiltur fasteignasali og stjórnmálafræðingur. Friðjón rak áður tvö íbúðahótel ásamt eiginkonu sinni og býr nú með henni og börnum sínum tveimur í Mosfellsbæ. Hann sér um samningagerð og sölu fasteigna.

frikki
Friðrik Þ. Stefánsson
Lögmaður og löggiltur fasteignasali

Friðrik hefur víðtæka reynslu af rekstri, stjórnun og fjármálum, bæði í einkageiranum i og úr dómskerfinu og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1988. Friðrik er uppalinn vesturbæingur. Hann er giftur og á einn uppkominn son. Áhugamál eru fjallaferðir, skot- og stangveiði og flest annað það sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða.

gabriel
Gabriel Máni Hallsson
Aðstoðarmaður fasteignasala, B.Sc. í viðskiptafræði

Í löggildingarnámi

hhhhh
Halldóra Ólafsdóttir
Skjaladeild

Halldóra hefur unnið með hléum á fasteignasölu frá árinu 2000. Halldóra býr í hlíðunum, er gift og eiga þau hjón 3 börn. Hún hefur farið á námskeið fyrir starfsfólk fasteignasala og ýmis önnur námskeið. Halldóra hóf störf í skjaladeild Mikluborgar árið 2014.

diddi
Ingimundur Kristján Ingimundarson
Aðstoðarmaður fasteignasala

Í löggildingarnámi

Íris Arna Geirsdóttir
Íris Arna Geirsdóttir
Löggiltur fasteignasali, M.A markaðsfræðingur

Íris útskrifaðist með B.Sc gráðu í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í Markaðsfræðum við háskóla á Ítalíu. Íris hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum og hefur meðal annars unnið sem markaðsstjóri. Íris er uppalin í Grafarvogi og býr í Úlfarsárdal ásamt eiginmanni sínum og dóttur.

jasonsaeti
Jason Guðmundsson
Eigandi, lögmaður og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, lögg. leigumiðlari

Jason er annar eiganda Mikluborgar og útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2008. Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu vorið 2000. Jason hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2009. Jason hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996. Hann sér um samningagerð og sölu fasteigna. Jason býr á svæði 104, er giftur og á þrjú börn, einn strák og tvær stúlkur. Jason er eigandi Mikluborgar.

jónrafn
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur starfað við fasteignasölu í tvo áratugi. Hann hefur víðtæka reynslu í sölu sumarhúsa jafnt sem sölu annara fasteigna. Jón Rafn er uppalinn í Fossvoginum, en bjó lengi vel í vesturbæ Reykjavíkur og Garðabæ en í dag er hann ásamt eiginkonu sinni búsettur í Mosfellsbæ. Jón á tvo syni með eiginkonu sinni sem fært hafa þeim alls fimm barnabörn.

695-5520
Jóna
Jóna Margrét Harðardóttir
Lögmaður, löggiltur fasteignasali, CIPP/E

Jóna útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands 2015 og öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2017 og löggildingu sem fasteignasali 2022. Einnig hefur hún lokið vottun sem sérfræðingur í persónuvernd frá International Association of Privacy Professionals. Jóna er fædd og uppalin í Hafnarfirði en býr nú í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum og tveimur dætrum.

jorunn
Jórunn Skúladóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Jórunn hefur mikla reynslu af stjórnun og verslunarrekstri, enda alin upp við það frá blautu barnsbeini. Jórunn er löggildur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, ásamt því að hafa lokið tveggja ára nám í rekstrarstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Jórunn hefur starfað sem fasteignasali frá byrjun árs 2011, en þar áður var hún í eigin rekstri. Að starfinu hennar undanskildu, eru helstu áhugamál Jórunnar útivist, hreyfing og góðar samverustundir með sínum nánustu, en Jórunn er gift og á fjóra uppkomna syni.“

Katla
Katla Hanna Steed
Löggiltur fasteignasali

Katla hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði framleiðslu mannvirkja og nýbygginga þar sem hún hefur starfað við það frá árinu 2006. Reynslan nýtist henni vel í starfi fasteignasala.

Katla er uppalin í Breiðholtinu en býr í Úlfarsárdal  ásamt eiginmanni sínum og þremur drengjum.

kjartan
Kjartan Ísak Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík

Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn.

krilla
Kristín Avon Gunnarsdóttir
Markaðssvið og aðstoðarmaður fasteignasala

Kristín Avon hóf störf hjá okkur 2023 og er í löggildingarnámi. Hún er fædd og uppalin í Hafnarfirði en býr nú í Garðabæ og á tvær dætur. Áhugamál Kristínar er útivist, ferðalög og myndlist og heldur hún einnig úti vefsíðunni artbyavon.is þar sem hennar listaverk eru til sýnis. Hún hefur mikla reynslu af þjónustu og sölustarfi. Kristín sér einnig um samfélagsmiðlana hjá okkur. 

KristínP
Kristín Pétursdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali

Kristín hóf störf á fasteignasölu árið 1987 og fékk löggildingu sem fasteigna- fyrirtækja- og skipasali vorið 2003. Kristín býr í Kópavogi, er gift og eiga þau hjón tvö börn.

Lára
Lára Pálsdóttir
Ritari

Lára Pálsdóttir er fædd og uppalin á Fossi á Síðu. Hún hefur starfað í móttöku Mikluborgar síðan 2013. Lára býr í Hafnarfirði, er gift og á þrjú börn

Már Másson
Már Másson
Framkvæmdastjóri

-

860-8989
m
Móeiður Svala Magnúsdóttir
Aðstoðarmaður fasteignasala

Móeiður útskrifast sem löggiltur fasteigna- og skipasali vorið 2024. Fyrir utan gríðarlegan áhuga hennar á arkítektúr og innanhúshönnun þá hefur hún verið í hestamennsku frá ungum aldri og elskar alla útivist. Hún er alin upp í hlíðunum Reykjavík en býr núna í Garðabæ ásamt hundinum sínum Bamba.

899-8278
Ólafur Finnbogason
Ólafur Finnbogason
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Ólafur Finnbogason hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2002. Ólafur er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ólafur er giftur og á tvö börn. Ólafur er uppalinn Seltirningur en býr í Vesturbænum. Ólafur er mikill áhugamaður um skot- og stangveiði. Einnig hefur Ólafur þjálfað handbolta með hléum síðan 1991.

oskar
Óskar R. Harðarson
Eigandi, lögmaður og löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, lögg. leigumiðlari

Óskar R. Harðarson er annar stofnanda Mikluborgar. Óskar hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 1998 og er útskrifaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Óskar öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi á árinu 2004. Óskar er uppalinn í Reykjavík en býr í Garðabæ í dag ásamt konu sinni og fimm börnum.

 

Óskar Sæmann
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312
Ragna Finnbogadóttir
Ragna Finnbogadóttir
Sendill / Skjaladeild

Sendill / Skjaladeild

Ragnheiður Pétursdóttir
Ragnheiður Pétursdóttir
Lögmaður og löggiltur fasteignasali

Ragnheiður útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og starfaði hún sem sérfræðingur í hugverkarétti frá útskrift til ársins 2017 þegar hún hóf störf hjá Mikluborg. Hún öðlaðist réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2011 og er löggiltur fasteignasali frá árinu 2015. Ragnheiður er fædd og uppalin í Keflavík en býr nú í Kópavogi ásamt eiginmanni og tveimur börnum.

Sara
Sara Gunnarsdóttir
Skjalagerð

Skjalagerð

stefan
Stefán Jóhann Stefánsson
B.A. stjórnmálafræði og aðstoðarmaður fasteignasala

Stefán Jóhann hóf störf hjá okkur haustið 2023. Hann er í löggildingarnámi sem hann lýkur vorið 2024. Stefán æfði knattspyrnu með Þrótti upp í meistaraflokk og heldur með Liverpool í ensku. Hann er að auki mikill áhugamaður um stangveiði og hefur sinnt veiðileiðsögn á sumrin.

Svan Gunnar Guðlaugsson
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

thorhallur
Þórhallur Biering
MBA, Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Þórhallur hefur um 20 ára reynslu í fasteignaviðskiptum en hann hlaut löggildingu fasteignasala árið 2004. Sérsvið Þórhalls eru jafnt íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, verðmöt og lóðarsölur. Áhugamál snúast að almennu heilbrigði og hreyfingu, aðallega hjólreiðum.

Þórunn Pálsdóttir
Þórunn Pálsdóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, verkfræðingur, MBA

Þórunn er alin upp í verktakabransanum. Hún var um árabil fjármálastjóri hjá Ístaki og sá um fasteignamál fyrirtækisins þar sem hún kom að sölu fjölmargra fasteigna. Þá starfaði hún í Íslandsbanka, lengst í einkabankaþjónustu. Þórunn er liðtækur zumbadansari í frístundum.

logo
Þröstur Þórhallsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Þröstur hefur starfað við sölu fasteigna frá árinu 1996.Hann fékk löggildingu sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali vorið 2000. Þröstur býr í Fossvoginum og er Víkingur en hann spilaði bæði fótbolta og handbolta með Víking á yngri árum, er giftur og á þrjú börn. Áhugamál eru íþróttir og útivera. Golf og skák eru í miklu uppáhaldi og þess má geta að Þröstur er stórmeistari í skák, fyrrverandi Íslandsmeistari og þrautreyndur landsliðsmaður.

orkureiturinn
Nýbyggingar til sölu Nýbyggingar
.
Fréttir og fróðleikur Sjá nánar