Vorbraut1

Vorbraut 1 - Einstaklega fallegt og vandað sjö íbúða fjölbýlishús á spennandi stað í Hnoðraholti í Garðabæ.

Húsið er með einu stigahúsi með lyftu, sérgeymslur á jarðhæð og stæði í bílskýli fylgir öllum íbúðum, bílskúr fylgir tveimur íbúðum.

Allar íbúðir eru 3ja herbergja með mismunandi skipulagi, tvær íbúðir á jarðhæð, þrjár á 2.hæð og tvær íbúðir á 3.hæð.

Íbúðirnar afhendast fullbúnar með sérsmíðuðum innréttingum í viðarliti sem ná til lofts frá Arens en án gólfefna, að undanskildum baðherbergjum og þvottahúsum sem skilast með flísum. Gólfsíðir gluggar og gólfhiti í öllum íbúðum. Svalalokun á fyrstu og annari hæð á suð-vestur horni hússins.

Húsið stendur ofarlega á hæðinni og margar íbúðir með stórbrotnu útsýni.

vorbraut1

Hér má sjá skilalýsingu.

Sækja skilalýsingu
gabriel
Gabriel Máni Hallsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.Sc. í viðskiptafræði

Gabriel Máni hóf störf hjá okkur veturinn 2023. Hann hefur víðamikla reynslu úr sölu og stjórnunarstörfum en hann hefur einnig starfað sem stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða. Hann lauk námi til löggildingar fasteigna- og skipasala vorið 2024 en er einnig með Bs.c. gráðu í viðskiptafræði hjá Háskóla Íslands. Gabriel er uppalinn í Fossvogi og æfði knattspyrnu með Víking Reykjavík á yngri árum. Helstu áhugamál hans eru boltaíþróttir og ferðalög. 

Kjartan
Kjartan Ísak Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík

Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn.