Tjarnabraut

Húsið er glæsilegt staðsteypt þriggja hæða lyftuhús, einangrað að utan og klætt með báruðu áli. Allir gluggar og útihurðar eru timbur/ál. Íbúðir skilast fullfrágengnar að innan sem utan. Að innan eru allar íbúðir með vönduðum innréttingum frá Parka, fullmálaðar og með vínyl parketi. Fataskápar í herbergjum eru hvítir. Innihurðir eru yfirfelldar, hvítar. Í loftum íbúðanna allstaðar nema á baði, eru Rockfon hljóðísogs plötur frá Parka sem gerir hljóðvist íbúða eins og best verður á kosið. Á lóð verður hjólaskýli.
Hverfið
Um er að ræða sérlega fjölskylduvænt hverfi í mikilli uppbyggingu. Stutt er í bæði skóla og leikskóla. Falleg náttúra er allt um kring og stutt í ýmiskonar útivistarmöguleika. Fallegar göngu- og hjólaleiðir eru frá íbúðunum og stutt í alla þjónustu. Stutt er að keyra inn á Reykjanesbraut, samgöngur til og frá svæðinu er því mjög auðveldar.
