Fyrsta fasteignin

27. ágúst 2025
H3537

Fyrsta fasteignin – stórt skref, spennandi tímar 🏡

Að kaupa sína fyrstu fasteign er eins og að stíga inn í nýjan kafla í lífinu. Smá stress, smá spenna en líka mikil tilhlökkun. Ferlið getur tekið langan tíma og verið flókið að fara gegnum í fyrsta skipti.

Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað þér í gegnum ferlið:

Þekktu tölurnar þínar 🏦

    • Kynntu þér hvað þú átt, hvað þú skuldar og hvað þú getur greitt mánaðarlega án þess að lifa á núllinu.
    • Talaðu við húsnæðislánaráðgjafa svo þú vitir strax hvert er raunhæft kaupverð fyrir þig.

Útborgun, sparnaðarsigur 🏆

    • Fyrir fyrstu kaupendur er yfirleitt krafa um 15–20% útborgun nema þegar um hlutdeildarlán er að ræða.
    • Þetta er kannski löng leið en hver króna færir þig nær draumaeigninni.

Veldu réttu eignina 🔍

    • Hugsaðu um staðsetningu, skipulag og hvernig eignin hentar þér í dag og næstu árin. Hægt er að breyta og bæta.
    • Víkkaðu sjóndeildarhringinn. Rétta eignin gæti reynst vera í öðru hverfi.
    • Skoðaðu eignina vel og fáðu fagmann til að meta ástand ef þú ert óviss með eitthvað nýtt gólf er ódýrara en nýtt baðherbergi!

Tilboðið, spennuþrungin bið 📝

    • Þegar þú finnur réttu eignina, leggur þú inn kauptilboð.
    • Ef það er samþykkt … þá byrjar alvöruferlið.
    • Þetta ferli getur oft verið flókið, svo ekki hika við að spyrja spurninga því engin spurning er heimskuleg á þessu stigi.

Tryggðu góð kjör 🤝

Hugsaðu fram í tímann

    • Fyrsta eignin er oft upphaf að ferðalagi, ekki endastöð.
    • Hugsaðu um endursöluvirði og framtíðarþarfir.

Niðurstaða: Þetta eru ekki bara viðskipti heldur er þetta þitt eigið heimili. Taktu þér tíma, lærðu á ferlið, spurðu margra spurninga og mundu að njóta líka ferðalagsins.

Við erum til þjónustu reiðubúin og fylgjum þér alla leið.

Steinn Andri Viðarsson, höfundur er löggiltur fasteignasali hjá Miklaborg.
📧 steinn@miklaborg.is
📱775-1477