Fasteignakaup á mannamáli

21. febrúar 2024
Fasteignakaup á mannamáli

 

Fasteignakaup á mannamáli

Fyrir flest okkar eru fasteignakaup stærstu einstöku viðskiptin sem við tökumst á hendur og því miklir hagsmunir í húfi. Því skiptir miklu að vandað sé til verka í öllu ferlinu og þau sem eru að velta fyrir sér fasteignakaupum þurfa að gefa sér góðan tíma og gera áætlanir sem byggja á raunsæi.

Verð og greiðslugeta

Fyrsta skrefið í átt að fasteignakaupum er að átta sig á greiðslugetu. Raunsæi er lykilatriði í fasteignakaupum. Það getur verið freistandi að spenna bogann örlítið hærra þegar leit stendur yfir að heppilegu húsnæði, en mikilvægt er að setja sér skýran og vel skilgreindan fjárhagsramma og halda sig innan hans. Í því sambandi þarf að hafa í huga að það að eiga fasteign kallar á ýmis ófyrirséð og aukaleg útgjöld og því nauðsynlegt að hafa fjárhagslegt svigrúm til að takast á við slíkt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að ýmiss kostnaður fylgir fasteignaviðskiptum eins og stimpilgjald o.fl. sem gera þarf ráð fyrir við fasteignakaup.

Hvernig fjármögnun?

Fjármögnun skiptir öllu máli og er að ýmsu að hyggja í þeim efnum. Það er alltaf gott að ræða við húsnæðislánaráðgjafa banka og lífeyrissjóða og fara yfir málin þar. Þegar kemur að fjármögnun horfa flestir til afborgana og greiðslubyrði. Núverandi vaxtastig hefur þannig ýtt flestum yfir í verðtryggð lán og nú er svo komið að meirihluti útistandandi íbúðalána eru verðtryggð, enda minni sveiflur í afborgunum milli mánaða sem minnkar hættu á greiðsluerfiðleikum. Einnig getur verið að hlutdeildarlán henti sumum kaupendum, en þau eru hugsuð fyrir tekju- og eignaminni fyrstu kaupendur og fólk sem hefur ekki átt fasteign undanfarin fimm ár. Loks er rétt að hafa í huga að lánskjör fjármálastofnana eru mismunandi og það getur verið gott að skoða samanburðinn á vefsíðunni aurbjorg.is.  

Víkkaðu sjóndeildarhringinn

Flest eru mjög upptekin af staðsetningu þegar kemur að fasteignakaupum en við ráðleggjum fólki að temja sér víðsýni í þeim efnum. Vissulega þarf að huga að praktískum þáttum eins og samgöngum, skólum og íþróttastarfi. En stundum getur verið gott að víkka sjóndeildarhringinn í leitinni að draumaeigninni. Hver er húsnæðisþörfin með tilliti til stærðar og fjölda herbergja og hvernig er fermetraverð á svæðinu sem um ræðir? Þetta eru atriði sem skipta máli og stundum getur borgað sig að láta þessa þætti ráða ferðinni frekar en að einblína á ákveðna staðsetningu.

Góð ráðgjöf og vandaður frágangur

Góð ráðgjöf við fasteignakaup, traust ferli og vandaður frágangur skjala skiptir öllu máli í fasteignaviðskiptum. Við val á fasteignasala er mikilvægt að hafa þetta í huga þar sem miklir hagsmunir geta verið í húfi ef frágangur og allt fasteignakaupaferlið er ekki vandað.

Við hjá Mikluborg leggjum mikla áherslu á faglega ráðgjöf og vandaðan frágang. Hjá okkur starfar reynt og vandvirkt sölufólk ásamt öflugri skjaladeild þar sem starfa lögfræðingar og löggiltir fasteignasalar sem tryggja að kaup- og söluferlið gangi vel og faglega fyrir sig.

Verið velkomin,
Jórunn Skúladóttir, höfundur er löggiltur fasteignasali

📧 jorunn@miklaborg.is
📱845 8958