Lindarbrún 2

Glæsilegar íbúðir í góðum tengslum við náttúru og umhverfi með einstakan þjónustusamning við Heilsustofnun.
Íbúðirnar tilheyra heilsusamfélagi NLFÍ en um er að ræða fyrstu 18 íbúðirnar af 84 sjálfbærnisvottuðum íbúðum.
Vel skipulagðar og vandaðar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir með aukinni lofthæð og sér loftskiptikerfi.
Stærð íbúða er frá 88,6m² til 176,4m².
Aðgengi að lyftum fyrir allar íbúðir.
Sér stæði í bílakjallara fylgir hverri íbúð, með möguleika á uppsetningu á hleðslustöð.
Stórar geymslur í kjallara, með loftskiptibúnaði, fylgja hverri íbúð.
Íbúðirnar og umhverfi þeirra er sjálfbærnivottað með LEED vottunarkerfinu.
Allar íbúðir eru með gólfsíðum gluggum sem hámarkar birtu og útsýni.
Húsin eru klædd með lerki sem gefur byggðinni hlýlegt yfirbragð og auk þess er timbur eitt umhverfisvænasta byggingarefni sem völ er á.
Lindarbrún 2 eru fjögur fjölbýsihús ásamt bílageymslu neðanjarðar. Á lóðinni eru 18 íbúðir.
Arkitektar eru Nordic office of architecture ehf, verkfræðihönnun Efla hf og byggingaraðili Þingvangur ehf.
Þjónustusamningur er á milli Heilsustofnun NLFÍ og Lindarbrúnar, sem er gjaldfrjáls árið 2025. Í honum felst m.a:* aðgangur að baðhúsi Heilsustofnunnar* afsláttur á mat* hirðing lóðar og næturvarsla á svæðinu* aðgangur að tækjasal, bókasafni, innra starfi og fræðslu* skipulagðar gönguferðir.
Ýmislegt annað er innifalið sem lesa má betur um í þjónustusamningi þessum.