Eirhöfði 7

Ártúnshöfðinn er að fara í gegnum mikla umbreytingu með nýju deiliskipulagi. Húsin að Eirhöfða 7 munu vera með þeim fyrstu sem rísa í nýju skipulagi þar sem Ártúnshöfðinn fer frá því að vera iðnaðarhverfi í íbúðahverfi.
Húsin við Eirhöfða 7 sitja úti á hamrinum og gefa íbúum einstakt útsýni yfir borgina, til Esjunnar, Skarðsheiði og á góðum dögum yfir til Snæfellsjökuls.
Um er að ræða fyrsta áfanga uppbyggingar á Ártúnshöfða við Elliðaárvog. Ártúnshöfðinn er eins konar háslétta og einkennist af miklum landhalla til vestur og norðurs í átt að Elliðaárvogi og Bryggjuhverfi. Skipulagið gerir almennt ráð fyrir randbyggð með skjólgóðum inngörðum og fjölbreyttum almenningsrýmum. Byggt er með áherslu á hagstæða afstöðu húsa fyrir skjól og birtuskilyrði.
Fallegar og fjölbreyttar íbúðir með sérsmíðuðum innréttingum af háu gæðastigi, vönduð heimilstæki frá Miele. Íbúðir á efri hæðum eru með stórum þakgarði/þaksvölum ásamt því að sameiginlegur inngarður er fyrir alla íbúa hússins.
Bílastæðakjallari er undir öllu húsinu og fylgja stæði og bílskúrar stærstu eignunum.
Hverfið
Elliðavogurinn er eitt veðursælasta svæði Reykjavíkur. Árúnshöfðinn mun skýla byggðinni fyrir suðvestanátt og þar gætir ekki norðanstrengs. Áhersla er á skilvirkar almenningssamgöngur og að umhverfið hvetji til reglulegar hreyfingar og góðra félagslegra samskipta.
Hugað verður sérstaklega að öryggi gangandi og hjólandi umferðar og stutt í náttúru og góðar tengingar við útivistarsvæði. Þá verður vel lagt í hönnun opinna svæða og tekið tilit til vistkerfis hverfisins.

Eirhöfði 7d (317)

Eirhöfði 7d (218)
