Eirhöfði 7

Ártúnshöfðinn er að fara í gegnum mikla umbreytingu með nýju deiliskipulagi. Húsin að Eirhöfða 7 munu vera með þeim fyrstu sem rísa í nýju skipulagi þar sem Ártúnshöfðinn fer frá því að vera iðnaðarhverfi í íbúðahverfi.

Húsin við Eirhöfða 7 sitja úti á hamrinum og gefa íbúum einstakt útsýni yfir borgina, til Esjunnar, Skarðsheiði og á góðum dögum yfir til Snæfellsjökuls.

Um er að ræða fyrsta áfanga uppbyggingar á Ártúnshöfða við Elliðaárvog. Ártúnshöfðinn er eins konar háslétta og einkennist af miklum landhalla til vestur og norðurs í átt að Elliðaárvogi og Bryggjuhverfi. Skipulagið gerir almennt ráð fyrir randbyggð með skjólgóðum inngörðum og fjölbreyttum almenningsrýmum. Byggt er með áherslu á hagstæða afstöðu húsa fyrir skjól og birtuskilyrði.

Fallegar og fjölbreyttar íbúðir með sérsmíðuðum innréttingum af háu gæðastigi, vönduð heimilstæki frá Miele. Íbúðir á efri hæðum eru með stórum þakgarði/þaksvölum ásamt því að sameiginlegur inngarður er fyrir alla íbúa hússins.

Bílastæðakjallari er undir öllu húsinu og fylgja stæði og bílskúrar stærstu eignunum.

Hverfið

Elliðavogurinn er eitt veðursælasta svæði Reykjavíkur. Árúnshöfðinn mun skýla byggðinni fyrir suðvestanátt og þar gætir ekki norðanstrengs. Áhersla er á skilvirkar almenningssamgöngur og að umhverfið hvetji til reglulegar hreyfingar og góðra félagslegra samskipta.

Hugað verður sérstaklega að öryggi gangandi og hjólandi umferðar og stutt í náttúru og góðar tengingar við útivistarsvæði. Þá verður vel lagt í hönnun opinna svæða og tekið tilit til vistkerfis hverfisins.

 

Sjá allar eignir við Eirhöfða
eirhöfði

Eirhföði 7 - Skilalýsing ARKÍS íbúðir

Sækja skilalýsingu
eri

Eirhföði 7 - Skilalýsing Rut Kára íbúðir

Sækja skilalýsingu
jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
Íris Arna Geirsdóttir
Íris Arna Geirsdóttir
Löggiltur fasteignasali, M.A markaðsfræðingur

Íris útskrifaðist með B.Sc gráðu í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í Markaðsfræðum við háskóla á Ítalíu. Íris hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum og hefur meðal annars unnið sem markaðsstjóri. Íris er uppalin í Grafarvogi og býr í Úlfarsárdal ásamt eiginmanni sínum og dóttur.

sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

steini
Steinn Andri Viðarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Steinn útskrifaðist sem löggiltur fasteigna- og skipasali vorið 2023. Hann hefyr brennandi áhuga á golfi og knattspyrnu. Steinn er Liverpool maður og er búsettur í Grafarvogi ásamt unnustu og syni.

stefan
Stefán Jóhann Stefánsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.A. stjórnmálafræði

Stefán Jóhann hóf störf hjá okkur haustið 2023. Hann er í löggildingarnámi sem hann lýkur vorið 2024. Stefán æfði knattspyrnu með Þrótti upp í meistaraflokk og heldur með Liverpool í ensku. Hann er að auki mikill áhugamaður um stangveiði og hefur sinnt veiðileiðsögn á sumrin.

Ólafur Finnbogason
Ólafur Finnbogason
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Ólafur Finnbogason hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2002. Ólafur er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ólafur er giftur og á tvö börn. Ólafur er uppalinn Seltirningur en býr í Vesturbænum. Ólafur er mikill áhugamaður um skot- og stangveiði. Einnig hefur Ólafur þjálfað handbolta með hléum síðan 1991.