Vogabyggð
Miklaborg og ÞG verk kynna: Glæsilega, nýja og vel skipulagða 105,3 fm íbúð í nýjasta hluta Vogabyggðar sem er nútímalegt borgarhverfi með tengingu við náttúruna og Elliðavoginn. Garðrými er milli byggingarhluta og gott útsýni frá mörgum íbúðum. Byggingarnar eru afar vandaðar með málmklæðningu og sjónsteypu að hluta sem gefur þeim skemmtilegt yfirbragð. ÞG verktakar búa yfir 20 ára reynslu af byggingarmarkaði. Kuggavogur 1-7 er 4 hæða staðsteypt hús með lyftu, einangrað að utan og álklætt. Dýrahald er leyfilegt í öllum íbúðum í Kuggavogi 1-7
Eignarleit