Vesturvin Reykjavík

Vesturvin er nýr yndisreitur í uppbyggingu í Vesturbæ Reykjavíkur. Reiturinn sem áður hét Héðinsreiturinn verður glæsilegt kennileiti sem auðgar borgina og bætir lífsgæði íbúanna. Staður sem fólk sækir í að búa á en einnig heim að sækja. Nálgunin er heildræn, þar sem breyttir lifnaðarhættir og vistvænn lífsstíll mætir nútíma þægindum.
Við Ánanaust rísa þrjú glæsileg allt að 7 hæða borgarhús með óslitna sjávar- og fjallasýn til norðurs og vesturs. Einnig er fallegt útsýni af efri hæðum yfir höfnina og Vesturbæinn. Flestar íbúðanna hafa ennfremur fallega sýn yfir gróðursæla inngarða.
Stórkostlegt útsýni verður úr íbúðum við Ánanaust yfir Seltjarnarnes, Faxaflóann og Esjuna með fjarsýni út á Snæfellsnes fjallgarðinn.
Framkvæmdaraðili er FESTIR sem er íslenskt fasteignaþróunarfélag sem vinnur að framsýnum skipulags- og byggingarlausnum í krafti þekkingar og nýsköpunar. Félagið leggur mikla áherslu á umhverfisvænar lausnir.
Hér á heimasíðunni má sjá allar eignir sem eru í sölumeðferð, myndir og skoða 3D sem veita nýja og betri upplifun við fyrstu skoðun eignarinnar.
Byggingaraðili er Jáverk ehf sem er eitt stærsta og öflugasta byggingarfyrirtæki landsins.

Mýrargata 43a (402)

Vesturvin 2 - 405
