Vað 3, Geysir Haukadal 806

Biskupstungur

Lýsing

Miklaborg kynnir: Til sölu einstakt heilsárs sumarhús með gestahúsi, samtals 182 fm, byggt 2009, á glæsilegri eignarlóð í landi Brúar Blágaskógabyggð, um tveimur km frá Geysi. Eignin stendur við Tungufljótið á 1,4 hektara eignarlandi og fylgja henni þrjár aðrar lóðir, hver um 0,53 hektara, sem samtals mynda rúmlega 3 hektara eignarland með sérstökum fastanúmerum – tilvalið fyrir frekari uppbyggingu, s.s. fleiri sumarhús. Útsýni frá húsinu er stórfenglegt með Tungufljótið sem rennur rétt við lóðina og Haukadalsskógur blasir við hinum megin við fljótið.

Húsið sjálft stendur á Vað 3 sem er 1,4 hektara eignarland  (13.956.5 m2) en hinar þrjár lóðirnar eru: Vað 1. 0,53 hektari. (5.281.2 m2)  Vað 2. 0.53 hektari (5.281.3 m2) og Vað 4. 0.53 hektari. (5.281.3 m2). Samtals eignarland er um 3 hektarar.  Öll löndin eru á sér fastanúmerum og því auðvelt að byggja fleiri sumarhús á landareigninni ef áhugi er á því eða halda landinu óbreyttu með nægri friðsæld. Heimilt er að byggja allt að 160 fm hús á hverri lóð að viðbættu 30 fm aukahúsi. Rafmagnshitun/Varmadæla. (Rafmagnskostnaður/hiti kr. u.þ.b. 250 þús pr. ári. ) Hiti í öllum gólfum

Húsið er byggt úr vönduðu timbri, klætt Síberíu lerki og lituðu bárujárni. Það er einstaklega vel hannað með gólfsíðum gluggum til suðurs og vesturs sem bjóða upp á stórfenglegt útsýni m.a. yfir Tungufljótið . Húsið samanstendur af rúmgóðri forstofu, þvottahúsi/geymslu, gestasalerni, glæsilegri stofu og borðstofu með opnu eldhúsi og sérsmíðuðum innréttingum. Þaðan er útgengt á yfirbyggða palla úr Síberíu lerki. Í húsinu er rúmgott svefnherbergi og hjónasvíta með sér baðherbergi, hiti í gólfum og innfelld lýsing.

Gestahúsið hefur sérinngang og samanstendur af forstofu, baðherbergi með sturtu, eldhúsi og stofu með útgengi á hellulagða verönd, auk tveggja svefnherbergja. Upphituð geymsla með innkeyrsludyrum og gönguhurð er tilvalin fyrir geymslu tækja.

Á eignarlóðinni er gróðurhús, geymsluskúr, stórt hestagerði og 40 feta gámur til að geyma reiðtygi og búnað. Umhverfið er einstakt með fallegum gróðri, mosa og steinum. Þetta er eign í algjörum sérflokki, þar sem náttúrufegurð, friðsæld og einstakt útsýni mynda heillandi heild.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Vað 3, Geysir Haukadal

181.2 6 Herbergi 2 Stofur 4 Svefnherbergi 3 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2009
Fermetraverð : 0 Kr/m²
Byggingargerð : Sumarbústaður
Fasteignamat : 91.800.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
0 Kr.
Hafðu samband