Opið hús: 03.07.2025, 12:00 - 03.07.2025, 12:30

Úthlíð 7 105

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Mikið endurnýjuð, falleg 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í kjallara í þríbýlishúsi á einstaklega rólegum stað við Úthlíð í 105b Reykjavík. Nýtt eldhús með spanhelluborði, nýleh gólfefni. Íbúðin er mjög vel skipulögð með rúmgóðum svefnherbergjum og góðri stofu. Afhendist með nýjum gluggum og gleri.

Nánari upplýsingar veitir: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur: vidar@miklaborg.is, s.694-1401

Nánari lýsing: Gengið er inn um sérinngang í andyrisem er flísalagt með fatahengi. Það er komið á rúmgóðan gang og frá honum er gengt í vistarverur íbúðar.

Svefnherbergi I er rúmgott.

Svefnherbergi II er rúmgott.

Stofan er innst í íbúðinni á móti eldhúsinu.

Eldhúsið er með nýrri innréttingu og raflögnum. Steinborðplötu frá steinsmiðjunni Rein. Spanhelluborði og Electrolux bakaraofni.

Baðherbergi er endurnýjað með "walk in" sturtuklefa, upphengdu salerni og flísum á gólfi og veggjum. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.

Gólfefni íbúðar er nýlegt harðparket

Sameiginlegt þvottahús er í kjallara og sérgeymsla íbúðar undir tröppum.

Lóðin fyrir utan bílastæði er í óskiptri sameign og er skjólgóður pallur við húsið.

Nánari upplýsingar veitir: Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur: vidar@miklaborg.is, s.694-1401

Búið er að greiða fyrir nýja glugga með álprófíl og gler. Framkvæmdir á lóð við lagnir og ný útljós eru á kostnað seljanda.

Fasteignin Úthlíð 7

105.6 3 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1951
Fermetraverð : 775.568 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 77.000.000
Þvottahús : Sameiginlegt á hæð

Nánari upplýsingar veitir:

viddi
Viðar Böðvarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Viðar stofnaði fasteignasöluna Fold árið 1994 og hefur starfað við fasteignasölu í yfir fjóra áratugi. Viðar er kvæntur og á eina uppkomna dóttur og tvö barnabörn. Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá 1980. Áhugamál Viðars eru allt sem viðkemur tónlist, ferðalög, lestur góðra bóka og allt sem viðkemur lífi og listum.

81.900.000 Kr.
Hafðu samband