Opið hús: 08.07.2025, 18:00 - 08.07.2025, 18:30

Úlfarsbraut 58 113

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Mjög vel staðsett 191,3 fm parhús staðsett neðst í Úlfársárdal í nálægð við skóla, leikskóla, sund og íþróttasvæði Fram.  Eignin telur á efri hæð: stofur, eldhús, snyrtingu og bílskúr en á neðri hæð 4 svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarpshol og þvottahús. Húsið stendur neðan götu og er lóðin fullbúin með lokuðum garði og ágætis útsýni er frá eftir hæðinni.

Efri hæð. Forstofugangur með fataskápum. Gestasnyrting flísalögð í hólf og gólf, innrétting með vask og granítborðplötu. Innangengt er í bílskúr sem er með litlu millilofti innst, flísalögðu gólfi og rafstýrðri hurð. Stofurými með mikilli lofthæð og útgengi er út á stórar svalir þaðan. Eldhús er staðsett við hlið stofu og borðstofu. Glæsilegar innréttingar og mikið skápapláss, eyjuborð, tæki frá Miele og granít á öllum borðum. Aðstaða fyrir amerískan ísskáp.

Neðri hæð. Góður stigi niður á neðri hæð. Fjögur svefnherbergi, þarf af þrjú með fataskápum. Útgengi frá hjónaherbergi út í garð. Glæsilegt baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi og hornbaðkar. Stór og mikil innrétting með vask og granít á borði. Inn af sjónvarpsherbergi er geymsla og þvottahús sem er með flísalögðu gólfi og einum vegg. Gólfhitakerfi í öllu húsinu með nýjustu gerð af stjórnstöð og hitanemum frá Danfoss.

 

Góður  aflokaður garður með skjólveggjum og hellulagðri verönd er á baklóð og til hliðar við húsið. Framhlið hússins er einnig hellulögð og er snjóbræðsla í aðkomu.

 

Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar er hægt a nálgast hjá fasteignasölunni

Fallegt og fjölskylduvænt hús á besta stað í Úlfarsárdal!

Nánari upplýsingar gefur

Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is

Fasteignin Úlfarsbraut 58

191.3 6 Herbergi 2 Stofur 4 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2007
Fermetraverð : 739.676 Kr/m²
Byggingargerð : Parhús
Fasteignamat : 124.150.000
Þvottahús : Sér

Nánari upplýsingar veitir:

sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

141.500.000 Kr.
Hafðu samband