Turnahvarf 6U 203

Kópavogur

Lýsing

Miklaborg kynnir: Til leigu Turnahvarf 6U - bil 010108, alls 177,7 fm. á tveimur hæðum. Neðri hæð er 113,7 fm og sú efri er 64,0 Húsið er stálgrindarhús með steyptu gólfi á milli hæða og góðar útisvalir fylgja. Um það bil 5 metra lofthæð á allri neðri hæðinni sem er með bæði innkeyrslu- og gönguhurð. Efri hæðin er einnig með mikilli lofthæð og stórum þaksvölum en möguleiki á að setja upp eldhús þar ef menn vilja. Virðisauki bætist við leiguverð. Laust til afhendingar strax.

Hús að utan, sameign og lóð:
Klætt að utan með steinullareiningum. Gluggar eru úr áli. Svalarhandrið eru glerhandrið með dökku gleri. Lóð malbikuð og með sameiginlegu athafnasvæði. Góð lofthæð á jarðhæð - afhent sem eitt rými auk salernis. Góð lofthæð á efri hæð – afhent sem eitt rými án milliveggja. Gólfhitakerfi er á jarðhæð. Hefðbundið ofnakerfi á efri hæð. Gólf efri hæðar, flotuð og án yfirborðsefna. Innkeyrsluhurðir 3,6mx4,15m. Gólf 1. hæðar eru með epoxyyfirborði. Snyrting með með epoxyyfirborði. Milliveggir eru með hvítu stályfirborði uppbyggðir úr steinullarsamlokueiningu. Lýsing til staðar auk þriggja fasa rafmagnstengils og útiljós. 
 

Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Fasteignin Turnahvarf 6U

177.7 0 Herbergi 0 Stofur 0 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2022
Fermetraverð : 0 Kr/m²
Byggingargerð : Atvinnuhúsnæði
Fasteignamat : 64.800.000

Nánari upplýsingar veitir:

sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

0 Kr.
Hafðu samband