Tunguvegur 80 108
ReykjavíkLýsing
Miklaborg kynnir: 130 fm raðhús á þremur hæðum í rótgrónu hverfi, Tunguvegur 80, 108 Reykjavík. 9 íbúðir í lengjunni. Sérmerkt bílastæði. Húsið var múrviðgert og málað 2024. Þak yfirfarið fyrir nokkrum árum. Góður garður í suður með hellulagðri verönd. Parket og flísar á gólfum. Gott innra skipulag.
Opið hús laugardaginn 12. apríl kl. 13:00-13:45, allir áhugasamir velkomnir.
Nánari lýsing: Gengið upp tvær tröppur frá heimreið og komið inná miðhæð hússins. Forstofa, fataskápur. Stofa, borðstofa og eldhús saman í opnu rými. Útgengt niður í garð. Ágæt innrétting með gaseldavél og granít í borðum. Vönduð tæki. Steyptur stigi upp. Fyrir ofan stigann er þakgluggi sem gefur góða birtu. Þrjú svefnherbergi ásamt baðherbergi með baðkari, innréttingu og þakglugga. Niðri er eitt herbergi ásamt baðherbergi með sturtu, þvottahúsi og geymslu.
Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf., gustaf@miklaborg.is / 895-7205.