Þverholt 13

Þverholt 13 er staðsteypt hús, einangrað að utan og klætt með fallegum ljósum flísum. Skjólgóð baklóð og bílakjallari þar sem hægt er að kaupa stæði með flestum íbúðum. Stutt er í alla þjónustu og göngufæri við miðbæ Reykjavíkur.

Eignirnar verða afhentar fullbúnar með fallegu harðparketi og vönduðum sérsmíðum innréttingum frá Sérverki. Afhending er áætluð í október/nóvember 2024.

Byggingaraðili er Sérverk ehf var stofnað árið 1991 og er þekkt fyrir vönduð og góð vinnubrögð.

Sjá allar eignir í Þverholti
Ólafur Finnbogason
Ólafur Finnbogason
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Ólafur Finnbogason hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2002. Ólafur er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ólafur er giftur og á tvö börn. Ólafur er uppalinn Seltirningur en býr í Vesturbænum. Ólafur er mikill áhugamaður um skot- og stangveiði. Einnig hefur Ólafur þjálfað handbolta með hléum síðan 1991.

Kjartan
Kjartan Ísak Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík

Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn.