Sunnubraut 46 200

Kópavogur

Lýsing

Miklaborg og Jón Rafn fasteignasali kynna eignina Sunnubraut 46 í Kópavogi. Hús sem þessi koma afar sjaldan í sölu.
Glæsilegt hús sem stendur hátt á hornlóð með tilkomumiklu útsýni. Guðmundur Þór Pálsson, atkvæðamikill arkitekt á sjöunda áratugnum, teiknaði húsið. Hann er þekktur fyrir margar opinberar byggingar og einstök einbýlishús á borð við Sunnubraut 46. Þetta svipsterka hús ber merki modernismans, þar sem einkenni Guðmundar, eins og háir skjólveggir, miklir gluggar og úthugsað birtuflæði, skína í gegn.

Aðeins einkaskoðanir í boði. Vinsamlegast hafið samband við Jón Rafn fasteignasala í síma 6955520 eða sendið póst á jon@miklaborg.is

Húsið stallast fallega innbyrðis, sem gerir flæði á milli eldhúss, borðstofu og þvottahúss mjúkt og átakalaust. Í takt við tímann þegar húsið var byggt voru mörg svefnherbergi á fyrstu hæð, en núverandi eigendur hafa breytt þessu og skapað stærra alrými.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar, þó ávallt í takt við karakter og tíðaranda hússins. Komið er inn í fallegt anddyri en gólfhiti er í öllum gólfum á neðri og efri hæð, utan hjónaherbergis sem er með hefðbundnum ofnum.

Neðri hæðin er með heilsteyptum terrazo-flísum sem slípaðar eru á staðnum og settar í álramma, en á efri hæðinni er náttúrusteinn ásamt gegnheilu parketi. Neðri hæðin hefur áður hýst fimm svefnherbergi, en þrjú þeirra hafa verið sameinuð í rúmgott alrýmiEitt þeirra er nýtt sem skrifstofa í dag. Einnig er þar baðherbergi með sturtu, miklir forstofuskápar ásamt geymslum og innangengt er í bílskúrinn. 

Fallegur stigi leiðir upp á efri hæðina þar sem stórar og bjartar stofur taka við. Í stofunni er höfugur arinn, sem er miðpunktur rýmisins, fullkominn til að skapa hlýleika. Útgengt er úr stofunni á stórar útsýnissvalir sem liggja meðfram húsinu að framan, þar sem einstakt útsýni yfir voginn og til Reykjaness nýtur sín til fulls. Þær bjóða upp á fullkomið rými til að njóta bæði dagsins og náttúrunnar, hvort sem það er á miðjum degi eða á kvöldin með sólarlaginu. Einnig er á austurhlið hússins notaleg verönd, þar sem morgunsólin baðar svæðið. Það er tilvalinn staður fyrir kaffibolla og að byrja daginn í ró og næði.

Allir gluggar hússins hafa verið endurnýjaðir með vönduðum hætti, sem undirstrikar vel viðhaldið á húsinu. Bulthaup eldhúsinnrétting með Gaggenau og Sub-Zero tækjum prýðir eldhúsið. Þar er mikið skápapláss og beint útgengi í bakgarð, þar sem gengið er upp á verönd. Allar stéttar utan húss og heimreið eru upphitaðar, sem auðveldar alla umhirðu á köldustu dögum ársins.

Húsið hefur verið endurbætt með virðingu fyrir upprunalegum stíl þess og er í góðu ástandi. Að auki er rúmgóður garður umhverfis húsið með stæði fyrir nokkra bíla. Göngu- og hlaupaleiðir um Kársnesið gera þetta svæði bæði eftirsóknarvert og fjölskylduvænt.

Einstök eign sem á sér fáa líka. 

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Sunnubraut 46

335.6 8 Herbergi 3 Stofur 3 Svefnherbergi 3 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1965
Fermetraverð : 0 Kr/m²
Byggingargerð : Einbýlishús
Fasteignamat : 174.600.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
0 Kr.
Hafðu samband