Suðurmýri 44A 170

Seltjarnarnes

Lýsing

Miklaborg og Jórunn lgfs kynna: Suðurmýri 46 Seltjarnarnesi, glæsilegt parhús með bílskúr og stóru bílaplani fyrir 4 bíla. Húsið er hannað af Árna Þorvaldi Jónssyni, mikil sérstaða við húsið er bogaþak. Húsið er 2.hæð. Neðri hæð skipar: forstofa, hol, þvottahús, baðherbergi, opuð eldhús og stofur opið rými með útgengi út á suður afgirtan pall. Efri hæð sem er með mikilli lofthæð: stórt sjónvarpshol , 3 svefnherbergi öll með góðum skápum og eitt með útgengi út á þaksvalir 24.fm. Bílskúrinn er ný yfirfarin með nýrri bílskúrshurð og málaður að innan. Húsið frekar viðhalds lítið, álklætt allt að utan og þak læst álklæðning. Húsið er laust til afhendingar strax.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lgfs gsm 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

****PANTIÐ EINKASKOÐUN******

Nánari lýsing á eigninni. Aðkoman að húsinu stórglæsileg, stórt plan fyrir 4 bíla, bogadregið þak sem setur mikinn svip á heildarmyndina, gólfsíðir gluggar í stofu með útgengi út í suðurgarð sem er afgirtur.

þegar komið er inn í forstofu er fatahengi. Úr fatahengi er komið í hol sem leiðir þig í allar vistaverur hússins. Glæsilegt opið eldhús með eyju og granít borðplötu. Í stofu eru stórir gólfsíðir gluggar sem setja mikinn svip á eignina og alrýmið. Úr stofu er útgengi út í suður garð sem er afgirtur og þar er pallur. Á 1.hæð er einnig rúmgott þvottahús með útgengi út á plan eða bílskúr. Einnig er á 1.hæð baðherbergi, sem er allt flísalagt þar sem hefur verið vandað til á sínum tíma

Stigi á pilli hæða er stál/gler stigi sem leyfir birtu að flæða inn í alrýmið. þegar upp er komið blasir við mikil lofthæð sem skapa fallega stemningu, alrýmið hefur verið nýtt sem sjónvarpshol en möguleiki er að bæta við herbergi þarna samkvæmt teikningu ef vill. Annars eru 3 svefnherbergi á efri hæð eitt þeirra með þaksvölum 24 fm, öll herbergin með skápum. Einnig er á efri hæð stórt baðherbergi sem er flísalagt og með hornbaðkeri, góðri innréttingu fyrir snyrtivörur og spegli fyrir ofan.

Gólfefni: á öllum votrýmum og eldhúsi er hiti í gólfum. Annars er ofnakerfi í húsinu og parket á öllum gólfum.

Húsfélag: Í húsinu er ekki virkt húsfélag. Eigendur hafa komið sér saman um að hvor um sig sjái um sína eign.

Fasteignamat árið 2025 kr 142.850.000-

Um er að ræða stórglæsilegt hús á eftirsóknum stað á Seltjarnarnesi, sem hefur verið haldið ágætlega við og með næg bílastæði.

Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lögg. fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Fasteignin Suðurmýri 44A

179.4 5 Herbergi 2 Stofur 3 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1999
Fermetraverð : 924.749 Kr/m²
Byggingargerð : Parhús
Fasteignamat : 142.850.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

jorunn
Jórunn Skúladóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Jórunn hefur mikla reynslu af stjórnun og verslunarrekstri, enda alin upp við það frá blautu barnsbeini. Jórunn er löggildur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, ásamt því að hafa lokið tveggja ára nám í rekstrarstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Jórunn hefur starfað sem fasteignasali frá byrjun árs 2011, en þar áður var hún í eigin rekstri. Að starfinu hennar undanskildu, eru helstu áhugamál Jórunnar útivist, hreyfing og góðar samverustundir með sínum nánustu, en Jórunn er gift og á fjóra uppkomna syni.“

165.900.000 Kr.
Hafðu samband