Skerðingsstaðir 351
GrundarfjörðurLýsing
Miklaborg kynnir: Skerðingsstaðir er einstök 264 hektara jörð, sérlega vel staðsett á hinni hrífandi fallegu Snæfellsnesi. Í nálægð við eitt fegursta fjall heims, Kirkjufell, sem hefur skapað sér nafn sem eitt mest myndaða fjall veraldar og dregur að sér þúsundir ferðamanna ár hvert. Þetta einstaka náttúruundur gerir Skerðingsstaði að sannkölluðum fjársjóð fyrir þá sem leita að einstökum stað til að skapa framtíðarsýn. Jörðin hefur samþykkt deiliskipulag frá Grundarfjarðarbæ. Þetta veitir formlegt samþykki fyrir skipulags áform um hóteluppbyggingu á svæðinu. Þrátt fyrir það hafa framkvæmda- og byggingarleyfi ekki verið gefin út, sem þýðir að möguleikarnir fyrir framtíðarþróun eru enn opin og óhreyfðir.
Áætlaða hótel svæðið er um 5 hektarar, staðsett á tanga neðan þjóðvegar, þar sem Skerðingsstaðafjallið rammar inn landslagið. Að auki er stór hluti jarðarinnar ofan þjóðvegar, sem spannar frá Skerðingsstaðafjalli meðfram Lárdalnum og fram yfir Móbörð, Lágaflóa og að Lárvaðal. Þessi fjölbreyttu landslagsþættir sameinast í óviðjafnanlegri náttúruupplifun sem skapar óþrjótandi möguleika fyrir ferðamennsku og þróun. Skerðingsstaðir bjóða ekki aðeins upp á fallegt landslag heldur einnig einstakt tækifæri til að móta framtíðarsýn á einum af fegurstu stöðum landsins.
Hér má sjá samþykkta skipulagsáætlun Grundarfjarðarbæjar https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=18509 og hérna kynning Zeppelin arkitekta á verkefninu https://www.zeppelin.is/skerdingsstadir
Skipulagsvæðið, um 4,5 hektarar að stærð, er í eigu landeiganda Skerðingsstaða og staðsett á tanga undir Skerðingsstaðafjalli. Svæðið er skipulagt fyrir allt að 100 herbergja hótel með hámarksbyggingarmagni upp á 5.500 fermetra. Byggingarreiturinn liggur samsíða vesturbakka tangans, stallast í landslagið og tekur mið af útlínum Kirkjufells. Gert er ráð fyrir að hótel byggingin verði sjö hæða, klædd náttúrulegum efnum, með þökum úr gróðurþekju sem fellur vel að umhverfinu.
Á austurhluta svæðisins er gert ráð fyrir allt að fimm smáhýsum fyrir gistingu, samtals 300 fermetra að stærð, hönnuð í anda rústanna sem áður voru á staðnum. Öll uppbygging fylgir ströngum skilyrðum um verndun fornminja og er hönnun svæðisins unnin af Orra Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum.
Þetta er einstakt fjárfestingatækifæri fyrir þá sem vilja byggja upp ferðamannaþjónustu á Snæfellsnesi. Svæðið, með Kirkjufellið í bakgrunni, býður upp á fullkomna staðsetningu fyrir hótel og tengda þjónustu á svæði þar sem eftirspurn eftir gistirými er sífellt vaxandi.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is