Opið hús: 07.07.2025, 18:00 - 07.07.2025, 18:30

Skektuvogur 4 104

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Bjarta og fallega 2ja herbergja enda íbúð við Skektuvog 4 í Reykjavík. Íbúðin er 72 fm á 2.hæð með sameiginlegum inngangi ásamt geymslu og stæði í lokuðum bílakjallara. Eignin skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eldhús, baðherbergi, sérþvottahús, svefnherbergi og svalir með svalalokun. Vandaðar innréttingar og aukin lofthæð prýða eignina.

Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 66.750.000 kr.

***Eignin getur verið laus við kaupsamning***

***Dýrahald er leyfilegt í stigagangnum***

Bókið skoðun hjá Írisi Örnu, löggiltur fasteignasali í síma 770-0500 eða iris@miklaborg.is

Nánari lýsing:

Komið inn í rúmgott anddyri með dökkum fataskápum. Samliggjandi eldhús og björt stofa með útgengi út á svalir með svalalokun. Í eldhúsi er dökk eldhúsinnrétting með innbyggðum ísskápi með frysti, uppþvottavél, helluborð og blástursofni. Svefnherbergið er rúmgott með glugga á tvo vegu og fataskápum. Baðherbergi er með walk in sturtu og fallegri innréttingu ásamt speglaskápum. Baðherbergið er flísalagt að hluta og er með glugga. Innréttingar í eldhúsi og á baði ásamt fataskápum eru frá ítalska framleiðandanum Miton. Miton er með gæðainnréttingar sem eru framleiddar á vandaðan hátt. Ljóst harðparket er á gólfum fyrir utan votrýmin sem eru flísalögð. Sér þvottahús er innan íbúðar með glugga. Stæði er í bílakjallara ásamt sér geymslu sem er 7,2 fm. Vogabyggðin er einn veðursælasti reitur borgarinnar, öll þjónusta er í göngufæri, stutt í stofnbrautir og svo er mikið af náttúruperlum í nágrenninu.

Nánari upplýsingar veitir Íris Arna Geirsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 7700-500 eða iris@miklaborg.is

Fasteignin Skektuvogur 4

71.9 2 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2020
Fermetraverð : 944.367 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 64.100.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

Íris Arna Geirsdóttir
Íris Arna Geirsdóttir
Löggiltur fasteignasali, M.A markaðsfræðingur

Íris útskrifaðist með B.Sc gráðu í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í Markaðsfræðum við háskóla á Ítalíu. Íris hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum og hefur meðal annars unnið sem markaðsstjóri. Íris er uppalin í Grafarvogi og býr í Úlfarsárdal ásamt eiginmanni sínum og dóttur.

67.900.000 Kr.
Hafðu samband