Sjávarborg Kirkjusandur 105

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir til leigu: Til leigu einstakt atvinnuhúsnæði í Sjávarborg Kirkjusandi. · Stærðir á jarðhæð 477,5 og 381,8 fermetrar í boði. · Einstakt útsýni er af öllum hæðum hússins. · Staðsetning er frábær, rétt við Borgartún og stutt frá miðbænum. · Auglýsingagildi og sýnileiki með besta móti, nýtt kennileiti í Reykjavík. · Glæsilegt anddyri bæði í kjallara og 1 hæð. · Hönnun og útlit á heimsmælikvarða · Mjög stór samtengdur bílakjallari undir öllu hverfinu með hátt í 1.000 bílastæði · Heilsugæsla fyrir 105-108 hverfin á 2 hæðinni og stórt apótek á jarðhæð

Húsnæðið miðast við tilbúið til innréttinga en hægt er að innrétta fyrir leigjanda skv.samkomulagi og getur verið tilbúið til notkunar innan 4-6 mánaða frá undirritun leigusamnings.Hverfið tengist Borgartúni frá Sundlaugavegi, aðrar tengingar eru frá Sæbraut og Laugarnesi. Þá eru góðir göngu og hjólastígar við hverfið í allar áttir ásamt því að ný borgarlína sé áformuð með stoppistöð við það.

Ýmsir möguleikar eru á skiptingu rýmisins í opin vinnurými, lokaðar skrifstofur/ fundarherbergi. Inngangur í kjallara hjá bílastæðum er bjartur og stór og virkar eins og aðalinngangur. Í kjallara hússins eru hjólreiðageymslur og búningsaðstaða með sturtum. Úr bílageymslu í kjallara ganga svo tvær lyftur. Mikið er af bílastæðum í kjallara sem er
samfelldur undir öllu hverfinu.

Allar nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Fasteignin Sjávarborg Kirkjusandur

477.0 25 Herbergi - Stofur - Svefnherbergi - Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2022
Fermetraverð : 0 Kr/m²
Byggingargerð : Atvinnuhúsnæði
Fasteignamat : 1.066.100.000

Nánari upplýsingar veitir:

sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

0 Kr.
Hafðu samband