Sjávarborg Kirkjusandur 105
ReykjavíkLýsing
Miklaborg kynnir til leigu: Til leigu einstakt atvinnuhúsnæði í Sjávarborg Kirkjusandi. · Stærðir á jarðhæð 477,5 og 381,8 fermetrar í boði. · Einstakt útsýni er af öllum hæðum hússins. · Staðsetning er frábær, rétt við Borgartún og stutt frá miðbænum. · Auglýsingagildi og sýnileiki með besta móti, nýtt kennileiti í Reykjavík. · Glæsilegt anddyri bæði í kjallara og 1 hæð. · Hönnun og útlit á heimsmælikvarða · Mjög stór samtengdur bílakjallari undir öllu hverfinu með hátt í 1.000 bílastæði · Heilsugæsla fyrir 105-108 hverfin á 2 hæðinni og stórt apótek á jarðhæð
Húsnæðið miðast við tilbúið til innréttinga en hægt er að innrétta fyrir leigjanda skv.samkomulagi og getur verið tilbúið til notkunar innan 4-6 mánaða frá undirritun leigusamnings.Hverfið tengist Borgartúni frá Sundlaugavegi, aðrar tengingar eru frá Sæbraut og Laugarnesi. Þá eru góðir göngu og hjólastígar við hverfið í allar áttir ásamt því að ný borgarlína sé áformuð með stoppistöð við það.
Ýmsir möguleikar eru á skiptingu rýmisins í opin vinnurými, lokaðar skrifstofur/ fundarherbergi. Inngangur í kjallara hjá bílastæðum er bjartur og stór og virkar eins og aðalinngangur. Í kjallara hússins eru hjólreiðageymslur og búningsaðstaða með sturtum. Úr bílageymslu í kjallara ganga svo tvær lyftur. Mikið er af bílastæðum í kjallara sem er
samfelldur undir öllu hverfinu.
Allar nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is