Opið hús: 22.07.2025, 17:30 - 22.07.2025, 18:00

Sjafnarbrunnur 3 113

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Glæsileg 4ra herbergja enda íbúð á 2.hæð ásamt stæði í bílageymslu, Einstaklega björt eign með vönduðum innréttingum og góðu útsýni. Íbúðin er 126,2m² með þremur svefnherbergjum og stórum yfirbyggðum suður svölum. Umhverfi og sameign er til fyrirmyndar.

Forstofa með góðum fataskáp. Þvottahús er við hlið forstofu og er með veglegri innréttingu þar sem tæki eru í vinnuhæð, skolvaskur og flísar á gólfi. Stórt hjónaherbergi með fataskápum. Tvö barnaherbergi með fataskápum. Öll herbergin eru með parketi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar og stór sturtuklefi, innrétting og opnanlegur gluggi.
Stofa og eldhús eru í stóru samliggjandi alrými sem er einstaklega bjart og með mörgum gluggum og góðu útsýni. Eldhúsið er með vandaðri eikarinnréttingu með miklu skápaplássi, eyja með helluborði og fallegum háfi yfir, aðstaða til að sitja við eyjuna. Alrými er parketlagt. Stórar yfirbyggðar svalir eru út frá alrými er snúa í suður. Gólf svalanna er með viðarklæðingu og hægt er að opna svalalokun ef á þarf að halda. Víðsýnt er frá svölum og íbúðinni, aukin lofthæð og innihurðir extra háar. Innréttingar eru allar frá Brúnás.

Geymsla fylgir íbúðinni staðsett í kjallara sem er 9,4 fm. Bílastæði í lokaðri bílageymslu er staðsett á jarðhæð, möguleiki á rafbílatengingu er þar. Hjólageymsla er við inngang í stigahúsið. Næg bílastæði á bílaplani við húsið.

Staðsetning er frábær og er óvenju rúmt um húsið og langt í næstu hús, við hlið hússins er gróið svæði með leiktækjum.

Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar og húsfélagsyfirlýsingu er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.

Mjög barnvæn staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug og mikil íþróttamannvirki.

Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Fasteignin Sjafnarbrunnur 3

126.2 4 Herbergi 1 Stofur 3 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2015
Fermetraverð : 736.926 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 85.650.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

93.000.000 Kr.
Hafðu samband