Silfursmári 2 - Turninn
Höfum fengið 73 nýjar íbúðir í sölu við Silfursmára 2 (turninum) en þar er fjölbreytt úrval af nýjum íbúðum í öllum stærðarflokkum í 14. hæða lyftuhúsi. 201 Smári er nútímalegt borgarhverfi sem uppfyllir þarfir þeirra sem telja mikilvægt að nýta vel og njóta alls þess sem þeir eiga, fermetra jafnt sem tímann. Í 201 Smára verða allir bílakjallarar útbúnir fullkomnum rafhleðslukerfum. Íbúðir 201 Smára eru búnar nýjustu snjalllausnum sem miða að hagkvæmni og þægindum. Snjallsímastýrður mynddyrasími, hitastýringar og margt fleira.
Frá 201 Smára er stutt í alla þjónustu, verslanir og íþróttaaðstöðu. Þá verður aðgengi að göngu- og hjólabrautum og almenningssamgöngum með besta móti.
Fullbúnar íbúðir með kvarts-stein á borðum, gólfefnum, Extra háar hurðir, Siemens raftækjum og flestum íbúðum fylgir bílastæði í kjallara. Aukin gæði eru á hæðum 8-14 svo sem gólfhiti, aukin lofthæð, auka ofn í eldhúsi og vínkælir með völdum íbúðum. Arinn verður í íbúðum á 14. hæð.