Silfursmári 4 - 601 4 201
KópavogurLýsing
Miklaborg kynnir: Glæsileg, vönduð og vel skipulögð 118,7fm íbúð á 6.hæð þar sem stutt er í þjónustu s.s. Smáralind, heilsugæslu, skóla og íþróttaaðstöðu ásamt því sem aðgengi að stofnbrautum og þjónustu almennisvagna er afar auðveld.
NÁNARI LÝSING: 3ja herbergja íbúð á 6. hæð í Silfursmára 4 með bílastæði í bílkjallara merkt D25. Komið inn í anddyri með skápum og þaðan gengið inn í alrými eignarinnar. Eldhús er opið inn í bjartar stofur sem skiptast upp í stofu og borðstofu. Útgengt út á 24 fm svalir í suðvestur. Eldhús er með fallegri innréttingu frá Axis með innbyggðum ísskápa og uppþvottavél. Hjónaherbergi með góðum fataskápum. Barnaherbergi með fataskápum. Baðherbergið er með gólfhita og flísum á gólfi og veggjum að hluta, upphengd salernisskál og vönduð hreinlætistæki. Sér þvottahús er innan íbúðar. Geymsla í kjallara 10,2 fm að stærð. Stæði í bílgeymslu fylgir eigninni.
GÓLFEFNI: Falllegt harðparket er á öllum gólfum nema votrýmum en þar eru flísar.
Fallegt og björt eign
Allar nánari upplýsingar gefur :
Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is