Silfursmári

Höfum fengið 44 nýjar íbúðir í sölu við  Silfursmára 4,6 og 8 en þar er fjölbreytt úrval af nýjum íbúðum í öllum stærðarflokkum í 7. hæða lyftuhúsi.   201 Smári er nútímalegt borgar­hverfi sem uppfyllir þarfir þeirra sem telja mikilvægt að nýta vel og njóta alls þess sem þeir eiga, fermetra jafnt sem tímann. Í 201 Smára verða allir bílakjallarar útbúnir fullkomnum rafhleðslu­kerfum.  Íbúðir 201 Smára eru búnar nýjustu snjalllausnum sem miða að hagkvæmni og þægindum. Snjallsímastýrður mynddyrasími, hitastýringar og margt fleira. 

Frá 201 Smára er stutt í alla þjónustu, verslanir og íþróttaaðstöðu. Þá verður aðgengi að göngu- og hjólabrautum og almenningssamgöngum með besta móti.

Erum ennfremur byrjuð að taka niður á lista áhugsama kaupendur að krúnudjásni Kóapvogs, 14. hæða turninum við Silfursmára 2 með einstöku útsýni.  Áhugsamir hafið samband við fasteignasala okkar og komið ykkur fremst í röðina að þessum gullmola á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá allar eignir í Silfursmára
Silfursmári 3

Hér má sjá skilalýsingu fyrir Silfursmára

 

Sækja skilalýsingu
sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

Katla
Katla Hanna Steed
Löggiltur fasteigna- & skipasali

Katla hefur mikla reynslu og þekkingu á sviði framleiðslu mannvirkja og nýbygginga þar sem hún hefur starfað við það frá árinu 2006. Reynslan nýtist henni vel í starfi fasteignasala.

Katla er uppalin í Breiðholtinu en býr í Úlfarsárdal  ásamt eiginmanni sínum og þremur drengjum.

thorhallur
Þórhallur Biering
MBA, Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Þórhallur hefur um 20 ára reynslu í fasteignaviðskiptum en hann hlaut löggildingu fasteignasala árið 2004. Sérsvið Þórhalls eru jafnt íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, verðmöt og lóðarsölur. Áhugamál snúast að almennu heilbrigði og hreyfingu, aðallega hjólreiðum.

Óskar Sæmann
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312