Rjúpufell 18 111

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Fallegt 146,5 fm raðhús á einni hæð með glæsilegum garði og bílskúr.

Forstofa með fataskáp. Stofurými með stofu og borðstofu. Útgengi er út í glæsilegan garð í suður með sólpöllum og grasi. Sólpallar girtir af að hluta, lítið hús er á lóðinni fyrir börnin og hitalampi og markísa við þakskegg. Eldhús með eldri innréttingu en mjög snyrtilegt, borðkrókur við glugga. Þvottahús með nýlegri innréttingu inn af eldhúsi. Þrjú svefnherbergi þar af tvö með fataskápum, frá hjónaherbergi er útgengi út á sólpall. Baðherbergi er flísalagt að mestu, góð innrétting með skúffu og skápaplássi, baðkar og sturtuklefi.

Stigi frá borðstofu upp á óskráð milliloft með opnanlegum Velux glugga á þaki, milliloftið er ekki með fullri lofthæð en gæti nýst sem skrifstofa, sjólvarpshol eða jafnvel sem herbergi.

Bílskúr er 21,8 fm og stendur í bílskúrslengju vestan megin við húsið. Þar er heitt og kalt vatn og bílskúrshurð er rafknúin.

Aðkoma að húsinu er snyrtileg en snjóbræðsla er á gönguleið frá bílastæðum að útdyrahurð.

Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni, ekkert húsfélag er starfandi um eignina en undirritað samkomulag íbúa um að hver sjái

Hér er um að ræða mjög skemmtilegt einnar hæðar raðhús með frábærum suður garði.

Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is

Fasteignin Rjúpufell 18

146.5 5 Herbergi 2 Stofur 3 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1974
Fermetraverð : 647.782 Kr/m²
Byggingargerð : Raðhús
Fasteignamat : 75.950.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

sv
Svan Gunnar Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali

Svan Gunnar Guðlaugsson hefur um 30 ára reynslu úr bankageiranum og starfaði þar frá 1981 bæði hjá Íslandsbanka og Byr síðast sem útibússtjóri. Svan hefur aflað sér mikillar þekkingar í gegnum starf sitt á fasteignamarkaðnum og þekkir vel til smærri sem stærri mála húsnæðismarkaðsins hvort heldur er í atvinnu- eða íbúðarhúsnæði. Svan er mikill golfari og áhugamaður um íþróttir enda mikill keppnismaður. Svan er giftur og á 4 dætur.

94.900.000 Kr.
Hafðu samband