Njálsgata 19 101

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Fallega 2ja herbergja 71,6 fm íbúð á 1. hæð með sérmerktu stæði í lokuðum bílakjallara í nýlegu húsi á Ölgerðarreit í miðbæ Reykjavíkur. Húsið var byggt árið 2005 og eru 14 íbúðir í húsinu. Gott húsfélag er í húsinu.

Nánari lýsing: 

Forstofa: er með fataskáp. Parket á gólfi.

Svefnherbergi: er rúmgott með fataskáp og glugga sem snýr út í rólegan bakgarð. Parket á gólfi.

Stofan: er björt með gluggum í suður út á Njálsgötu. Parket á gólfi.

Eldhús: er með viðarlitaðri innréttingu og er opið að hluta inní stofu. Eldhúsið er með glugga út í bakgarð. Parket á gólfi.

Baðherbergið er flísalagt með sturtu og upphengdu klósetti. 

Sérgeymsla er í kjallara er 7,2 fm og auk þess sameiginleg hjóla og vagnageymsla. 

Sameiginlegt þvottahús er á 1 hæð á sömu hæð og íbúðin.

Garður: sameiginlegur snyrtilegur garður fyrir öll húsin á Ölgerðarreitnum er í portinu.

Sérmerkt bílastæði í lokuðum bílakjallara fylgir íbúðinni.

Hér er gott tækifæri á að eignast flotta eign í glæsilegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Verkefnið á Ölgerðarreit, Njálsgötu 19 var tilnefnt til íslensku byggingarlistaverðlaunanna 2007, þar stendur:

„Hverfið næst gömlu Ölgerðarlóðinni á mörkum Frakkastígs og Njálsgötu í Reykjavík einkennist af ósamstæðum og marglitum húsum af öllum gerðum. Hin nýja íbúðaþyrping á reitnum tekur upp þráðinn í góðri sátt við nágranna sína með fjölbreytilegum húshlutum í svipuðum kvarða, sem raðast um húsagarð þar sem einnig er ekið inn í bílastæði í kjallara. Mjög er vandað til innra fyrirkomulags íbúða og ólík tengsl þeirra við staðinn og borgina eru nýtt á margvíslegan hátt, en yfirbragð þyrpingarinnar er stillt og efnisval yfirvegað.“

Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is

Fasteignin Njálsgata 19

71.6 2 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2005
Fermetraverð : 976.257 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 67.900.000
Þvottahús : Sameiginlegt á hæð

Nánari upplýsingar veitir:

stefan
Stefán Jóhann Stefánsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.A. stjórnmálafræði

Stefán Jóhann hóf störf hjá okkur haustið 2023. Hann er í löggildingarnámi sem hann lýkur vorið 2024. Stefán æfði knattspyrnu með Þrótti upp í meistaraflokk og heldur með Liverpool í ensku. Hann er að auki mikill áhugamaður um stangveiði og hefur sinnt veiðileiðsögn á sumrin.

69.900.000 Kr.
Hafðu samband