Nýtt ár – nýtt heimili
Nýtt ár – nýtt heimili
Áramótin eru ekki bara góður tímapunktur til þess að horfa yfir farinn veg heldur góður tími til að setja sér markmið fyrir komandi ár. Fólk setur sér gjarnan persónuleg markmið sem snúa að heilsu, hreyfingu og fjármálum. Þegar kemur að hinu síðastnefnda, fjármálunum, þá ættu húsnæðis- og fasteignamál að vera ofarlega á blaði í markmiðasetningu ársins, enda sá liður sem vegur einna þyngst í heimilisbókhaldinu.
Húsnæðismarkmið 2024
Í fyrsta lagi ættir þú að setja niður á blað hugmyndir og markmið varðandi íbúðar- og fasteignamál á árinu 2024. Dæmi um hugmyndir og markmið: Á ég að kaupa mína fyrstu fasteign og þá hvernig og hvar? Á ég að stækka við mig eða þarf ég að minnka við mig? Á ég að taka núverandi húsnæði í gegn?
Með því fara yfir þessar og fleiri spurningar nærðu að ramma inn húsnæðismarkmiðin fyrir komandi ár. Mestu skiptir að hafa raunsæi að leiðarljósi varðandi fjárhagslegt svigrúm, tímaramma, óskir og væntingar og hvernig markmiðunum verður best komið í framkvæmd.
Fjárhagsleg heilsa og húsnæðismarkmið
Í öðru lagi þá er mikilvægt að forgangsraða og tengja fjárhagslega heilsu við önnur markmið og óskir. Til dæmis: Hvar þarf ég að spara við mig til að ná markmiðum mínum í húsnæðismálum? Hvernig get ég aukið tekjur mínar og lagt fyrir? Hvaða lán henta mér best og hvert á ég að leita? Talaðu við okkur hjá Miklaborg og fáðu ráð og leiðbeiningar og fáðu einnig ráðgjöf hjá bankanum þínum eða hjá sjálfstæðum fjármálaráðgjafa.
Vertu vakandi yfir markaðnum
Í þriðja lagi er mikilvægt að fylgjast vel með markaðnum, gera upp við sig hvernig húsnæði hentar best út frá fjölskyldustærð og fjárhag. Ekki endilega hengja þig á ákveðin hverfi í því sambandi. Leitaðu að réttu eigninni án þess að velta hverfinu of mikið fyrir þér.
Skrifaðu markmiðin niður
Skrifaðu svo niður markmiðin, tímasettu þau og aðlagaðu eftir því sem líður á árið. Það er ekki víst að þú náir að fylgja markmiðum þínum upp á punkt og prik, en með því að setja skýr og tímasett markmið varðandi húsnæðis- og íbúðarmál og tengja þau fjárhagslegum markmiðum, þá stóreykur þú líkurnar á að þau raungerist.
Við hjá fasteignasölunni Miklaborg erum til þjónustu reiðubúin og tökum vel á móti þér ef þú vilt fá ráðgjöf um fasteignakaup á nýju ári. Skoðaðu nýjustu eignirnar okkar á miklaborg.is
Gleðilegt nýtt ár!