Nýbyggingar um allan bæ

11. apríl 2024
Borgartún 24 er dæmi um glæsilegt nýbyggingarverkefni

 

Nýbyggingar um allan bæ

Síðustu vikur hafa verið mjög líflegar á fasteignamarkaðnum og höfum við hér á Miklaborg fundið töluvert fyrir aukinni eftirspurn og áhuga.

Mikill áhugi hefur verið á nýbyggingum og eru þar á ferðinni fyrstu kaupendur, fólk sem vill stækka aðeins við sig og svo þeir sem eru að minnka við sig og fara úr sérbýli eða stærra fjölbýli í nýtt og hagkvæmara húsnæði.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um spennandi nýbyggingarverkefni í okkar söluskrá:

Vesturvin – glæsileg þyrping þriggja borgarhúsa með óslitna sjávar- og fjallasýn til vesturs og innigarð sem gert er ráð fyrir að nýtist íbúðum og hafa þeir verið hannaðir með skjólsæld að leiðarljósi.  www.vesturvin.is

Orkureiturinn við Laugardal -  Á Orkureitnum verða byggðar 436 glæsilegar íbúðir þar sem lögð er alúð við að byggja upp framtíðarheimili þar sem vellíðan íbúa er höfð að leiðarljósi. Við hönnun íbúða er lögð megináhersla á vönduð byggingarefni, hagnýtt skipulag, góða birtu og útsýni.  www.safir.is      

201- Smári – Nýtt og nútímalegt hverfi í hjarta Kópavogs þar sem stutt er er í alla þjónustu, verslanir og íþróttaaðstöðu.  Frábært aðgengi að almenningssamgöngum og göngu- og hjólabrautum. Í Sunnusmára og Silfursmára eru glæsilegar íbúðir sem bæði einstaklingum og fjölskyldum.  www.201.is 

Skipholt 1 – Glæsileg endurbygging á sögufrægu húsi á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Einstakar sameiginlegar þaksvalir, skemmtilegar íbúðir þar sem hönnun og hagnýting er í fyrirrúmi. Stutt er í miðbæinn og allt sem hann býður upp á, þjónustu, matvöruverslanir, veitingastaði o.fl. www.skipholt1.is

Borgartún 24 - Einstök staðsetning í hjarta borgarinnar og nærri helstu atvinnusvæðum. Stutt í afþreyingu, útivistarsvæði og hjólastíga.  Fullbúnar íbúðir með vönduðum innréttingum og bílakjallara. Húsið er þegar orðið eitt af kennileitum Borgartúns. www.b24.is

Bjarkarholt í Mosfellsbæ – Frábær staðsetning þar sem stutt er í miðbæinn og allt sem hann býður upp á, þjónustu, matvöruverslanir, sérverslanir ofl.  Arkform sá um hönnun hússins og HAF stúdíó sá um innanhúshönnun og efnisval flísa og gólfefna.  https://bjarkarholt17-19.is/

Áshamar 54 - 56  Glæsilegar nýjar 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir við Áshamar 54 í Hamranesi, Hafnarfirði. Um er að ræða annan áfanga í þremur íbúðaklösum við Áshamar 52, 54 og 56 sem GG verk ehf byggir. Áshamar 54 — GG VERK

Hringhamar 21-25Frábærar íbúðir á fjölskylduvænum stað í Hafnarfirði. Stærðirnar eru frá  75 - 125 m2. Nálægt við náttúru, skóla og leikskóla, íþróttasvæði og helstu þjónustu.  Hringhamar 21-25

Hringhamar 35-37 í Hafnarfirði  - Glæsilegar íbúðir í fimm hæða húsi í Hamranesinu í Hafnarfirði.  Flestum íbúðum fylgir stæði í bílageymslu og í íbúðum eru vandaðar og sérsmíðaðar innréttingar frá Ormsson og tæki frá AEG.  Hringhamar 35-37 (onno.is)

Grensásvegur 1 – Frábær staðsetning þar sem borgarlífið og Laugardalurinn mætast á svæði sem er að taka miklum breytingum.  Nálægð við alla þjónustu, verslanir, veitingastaði og útivistarperlur. Íbúðir - Grensásvegur 1 (g1.is)

-----

Þetta er aðeins hluti af þeim nýbyggingarverkefnum sem við erum með í sölu.   Yfirlit yfir öll nýbyggingarverkefni er að finna á vefsíðunni okkar - https://miklaborg.is/nybyggingar-miklaborg

Við tökum vel á móti ykkur og fylgjum þér alla leið.

Óskar Sæmann Axelsson
Höfundur er löggiltur fasteignasali

📧 osa@miklaborg.is
📱691 2312