Næsta gullnáma fasteignamarkaðarins?
🏙️Stoppistöðvar Borgarlínu: Næsta gullnáma fasteignamarkaðarins?
Borgarlínan hefur verið á allra vörum síðustu mánuðina enda er að verða ljóst að íbúar höfuðborgarsvæðisins munu verða varir við uppbyggingu Borgarlínu á götum Reykjavíkur á næstu árum.
Fjárfestingartækifæri við Borgarlínustopp?
Þegar horft er í gegnum gleraugu fasteignasala þá gætu verið að myndast góð fjárfestingartækifæri til lengri tíma í fasteignum nálægt fyrirhuguðum stoppum og tengistöðvum Borgarlínunnar.
Borgarlínan á höfuðborgarsvæðinu á að verða BRT-kerfi (Bus Rapid Transit). Evrópskar borgir af sambærilegri stærð eins og Bristol í Englandi (465.000 íbúar), Stuttgart í Þýskalandi (635.000 íbúar) og Álaborg í Danmörku (220.000 íbúar) eru með BRT-kerfi.
Greiningar á fasteignaverði í þeim borgum hafa sýnt fram á að fasteignaverð á eignum innan 500 metra radíuss frá stoppi- og tengistöðvum hefur hækkað um 5–15% umfram fasteignir sem eru lengra frá þessum stöðvum. Ástæðan fyrir því er meðal annars aukin eftirspurn fasteigna vegna betra aðgengis að samgöngum og þjónustu.
Því mætti búast við að fasteignaverð nálægt BRT-stoppum á höfuðborgarsvæðinu muni hækka á svipuðum forsendum og gögn sýna frá öðrum borgum.
Áætlað er að fyrsti áfangi Borgarlínunnar muni liggja frá Hamraborg í Kópavogi, gegnum Kársnesið, yfir nýja Fossvogsbrú, þaðan í gegnum háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur, eftir Hverfisgötu og Suðurlandsbraut, fram hjá Mörkinni, yfir nýjan stokk á Sæbrautinni, yfir Elliðaár og upp á nýtt hverfistorg á Ártúnshöfða.
Miklaborg fasteignasala er með í sölu mörg spennandi nýbyggingarverkefni nálægt fyrirhuguðum Borgarlínustoppum; þar má nefna Eirhöfða 7, sem stendur við hverfistorgið á Ártúnshöfða, og Orkureitinn við Suðurlandsbraut.
Framtíðin er á hreyfingu og rétt staðsetning getur skipt sköpum. Miklaborg sér um að þú sért á réttum stað á réttum tíma.
Sæþór Ólafsson, höfundur er löggiltur fasteignasali hjá Miklaborg.
📧 saethor@miklaborg.is
📱855-5550