Minna getur verið meira – tíminn til að minnka við sig er núna

8. maí 2025
minnka

Að minnka við sig húsnæði

Það getur verið stór ákvörðun fyrir fólk að söðla um og minnka við sig húsnæði, ekki síst þegar fólk hefur haldið heimili á sama stað um áratuga skeið. Að minnka við sig getur hins vegar haft ýmislegt jákvætt í för með sér, bæði fjárhagslega, félagslega og lífsstílslega.

Á síðustu árum hafa sífellt fleiri einstaklingar og fjölskyldur ákveðið að minnka við sig húsnæði. Hvort sem það er hluti af breytingum á lífsstíl, fjárhagsleg ákvörðun eða einfaldlega þörf fyrir breytingar, þá fylgja því fjölmargir kostir að búa í minni eign en áður. Að stíga slíkt skref getur haft bæði hagnýt og persónuleg áhrif – og í mörgum tilfellum leitt til aukinna lífsgæða.

Ýmsar spurningar geta vaknað:  Er þetta rétti tíminn?  Er vaxtastigið ekki alltof hátt? Er fermetraverð ekki óhagstætt? Hvað með búslóðina okkar?  Fæ ég nógu hátt verð fyrir eignina mína miðað við verðmiðann á nýrri og smærri íbúð?

Þessar spurningar eru allar eðlilegar og réttmætar en við þeim er ekkert einhlítt svar.  Fólk hefur ólíkar þarfir, gerir misjafnar kröfur auk þess sem fjárhagslegt svigrúm er mismunandi. Það er meira en að segja það að flytja út af heimili til margra ára því enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur.

Einfaldara líf og lægri rekstrarkostnaður

Kostirnir við að minnka við sig húsnæði felast fyrst og fremst í því að lífið verður einfaldara við að fara í minna og þægilegra húsnæði með lægri rekstrarkostnaði og án viðhalds og garðvinnu. Í dag er töluvert framboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem hentar fólki sem vill minnka við sig og er staðsett nálægt allri helstu þjónustu og í grennd við útivistarsvæði. 

1. Fjárhagslegir kostir

  • Lækkun húsnæðiskostnaðar – Minna húsnæði þýðir oftast lægri fasteignagjöld, lægri afborganir af lánum og lægri leiga.
  • Lækkun rekstrarkostnaðar – Lægri reikningar fyrir hita, rafmagn, vatn og viðhald.
  • Lækkun tryggingakostnaðar – Húsnæðistryggingar eru yfirleitt ódýrari fyrir minni eignir.
  • Losun fjármagns – Með því að selja stærra húsnæði og kaupa minna getur fólk losað peninga til að nýta í annað, t.d. ferðalög, sparnað eða skuldaaðgerðir.

2. Þægilegra viðhald og umhirða

  • Minna húsnæði krefst minni þrifa, viðhalds og verkefna eins og garðsláttar.
  • Það einfaldar lífið og sparar tíma og orku sem fer í að halda heimilinu í standi.

3. Breyttar þarfir og lífsstíll

  • Þegar börn flytja að heiman, eða fólk fer á eftirlaun, minnkar þörfin fyrir stórt húsnæði.
  • Auðveldara getur verið að finna hentugt húsnæði nær þjónustu og tengslaneti, t.d. í þéttbýli.
  • Meiri hreyfanleiki og sveigjanleiki, sérstaklega ef fólk vill ferðast meira eða flytja aftur síðar.

4. Meiri einfaldleiki og minna af dóti

  • Fólk er oft neytt til að fækka eigum sínum og einfalda líf sitt þegar það flytur í minna húsnæði – sem margir upplifa sem frelsandi.
  • Það getur dregið úr streitu og aukið vellíðan að eiga aðeins það sem raunverulega skiptir máli.

5. Umhverfisvænni lífsstíll

  • Minni orkunotkun og neysla yfirhöfuð dregur úr kolefnisspori og umhverfisáhrifum.

Við hjá Mikluborg höfum áralanga reynslu af því að þjónusta fólk sem vil fara í minna húsnæði og skiljum þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir á slíkum tímamótum.

Við erum til þjónustu reiðubúin og fylgjum þér alla leið!

Friðjón Örn Magnússon, höfundur er löggiltur fasteignasali hjá Miklaborg.
📧 fridjon@miklaborg.is
📱692-2704