Fyrstu hughrif á opnu húsi

12. desember 2023
syningaribud

Opið hús er eins og stórt heimboð
Við þekkjum það flest að þegar mikið stendur til, hvort sem það er ferming, útskriftarboð eða matarboð með vinahópnum, þá viljum við hafa allt til fyrirmyndar heima hjá okkur og skapa jákvæða upplifun.  Þetta er ekki síður mikilvægt  þegar kemur að því að taka móti mögulegum kaupendum í opnu húsi. Með því að gefa sér tíma og leggja smávegis vinnu í að endurraða og skipuleggja íbúðarhúsnæðið má segja að fasteignin að selji sig svo gott sem sjálf.  

Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar eign er auglýst til sýnis.

Aðkoma og fyrsta sýn
Aðkoma að fasteigninni og nánasta umhverfi skiptir miklu enda fyrsta upplifuna mögulegs kaupanda af húsnæðinu.  Það er því mikilvægt að lóð, andyri og /eða stigagangar séu snyrtilegir og aðlaðandi. 

Hreinlæti og umhverfi
Hreinlæti skiptir miklu mál og góð lykt í íbúðarhúsnæðinu sömuleiðis. Það er því lykilatriði að íbúðin sé vel þrifin,  sé vel loftræst og laus við matarlykt.  Mildur ilmur úr ilmkerti eða ilmspreyi getur skapað góða stemningu – en þarf þó að vera stillt í hóf.

Lýsing, skipulag og stemning
Góð lýsing skapar góða stemningu og gott skipulag höfðar til kaupenda þannig að þeir geta séð sig og sína búslóðina sína fyrir sér í húsnæðinu.  Hugið að skipulaginu, einfaldið og endurraðið þannig að gott flæði skapist í húsnæðinu.

Minna er meira
Fólk hefur ólíkan smekk og því er líklegast til árangurs að stilla hönnun og skrautmunum í hóf.  Hlutlaust og smekklega innréttað húsnæði gerir kaupendum kleift að sjá sjálfa sig fyrir fyrir sér í eigninni. Hafið einfaldleikan að leiðarljósi og pakkið persónulegum munum niður t.a.m. fjölskyldumyndum og verðlauna- og söfnunargripum – eða svo gripið sé til útlends máltækis: Minna er meira. 

Með því að leggja smávegis vinnu í undibúning opins húss, þrífa vel, pakka niður persónulegum munum og skapa flæði og skemmtilega stemmningu í húsnæðinu eykur þú líkurnar á því að mögulegir kaupendur falli strax fyrir eigninni.  Munið að flest þau sem koma að skoða eru ekki bara að kaupa fasteign, þau eru að kaupa sér heimili.  Fyrstu hughrif skipta því miklu máli.

Við hjá Mikluborg erum til þjónustu reiðubúin og getum veitt góð ráð í þessum efnum.