Að minnka við sig húsnæði

13. maí 2024
Að minnka við sig húsnæði
Að minnka við sig húsnæði

 

Að minnka við sig húsnæði

Það getur verið stór ákvörðun fyrir fólk að söðla um og minnka við sig húsnæði, ekki síst þegar fólk hefur haldið heimili á sama stað um áratuga skeið.

Ýmsar spurningar vakna.  Er þetta rétti tíminn?  Er vaxtastigið ekki alltof hátt? Er fermetraverð ekki óhagstætt? Hvað með búslóðina okkar?  Fæ ég nógu hátt verð fyrir eignina mína miðað við verðmiðann á nýrri og smærri íbúð?

Þessar spurningar eru allar eðlilegar og réttmætar en við þeim er ekkert einhlítt svar.  Fólk hefur ólíkar þarfir, gerir misjafnar kröfur auk þess sem fjárhagslegt svigrúm er mismunandi.  Það er það meira en að segja það að flytja út af heimili til margra ára því enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur.

Einfaldara líf og lægri rekstrarkostnaður

Kostirnir við að minnka við sig húsnæði snúa fyrst og fremst að því að einfalda lífið og fara í minna og þægilegra húsnæði án viðhalds, garðvinnu og lækka rekstrarkostnað.   Í dag er töluvert framboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu sem hentar fólki sem vill minnka við sig sem er nálægt allri þjónustu og einnig útivistarsvæðum. 

Við hjá Miklaborg höfum áralanga reynslu af því að þjónusta fólk sem vil fara í minna húsnæði og skiljum þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir á slíkum tímamótum.

Fræðslu- og kynningarfundur í vikunni

Næstkomandi miðvikudag, þann 15. maí, ætlum við að bjóða öllum 60 ára og eldri til fundar við okkur á skrifstofum okkar í Lágmúla 4 á sérstökum fræðslu- og kynningarfundi.   Á fundinum munu sérfræðingar Mikluborgar fara yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar fólk hyggst minnka við sig.  Þá mun Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi fjalla um fjármál og fasteignaviðskipti 60 ára og eldri.

Fundurinn hefst kl. 16:15 og eftir fundinn gefst gestum tækifæri til að hitta söluteymið okkar og fræðast um hvaða möguleikar eru í boði.

Verið velkomin,
Jón Rafn Valdimarsson,  höfundur er löggiltur fasteignasali

📧 jon@miklaborg.is
📱695-5520