Að hefja húsnæðisleit á ný eftir sumarfrí
Að hefja húsnæðisleit á ný eftir sumarfrí
Þegar sér fyrir endann á sumarfríinu er tímabært að setja sig aftur í stellingar og halda áfram leitinni að draumahúsnæðinu. Eins og í öðrum geirum atvinnulífsins færist ákveðin ró yfir fasteignamarkaðinn yfir hásumarið, en það er mikilvægt að vera tilbúinn að hrökkva eða stökkva þegar markaðurinn fer aftur af stað í upphafi hausts. Haustin eru oft umbreytingartími þar sem nýjar íbúðir koma á markað, ýmsar breytingar verða á högum fólks, leigusamningar renna út og fólk flytur sig um set vegna nýrra starfa eða menntunar innanlands eða erlendis, eða ákveður að stækka eða minnka við sig húsnæði.
Farðu yfir þarfir þínar og óskir
Er því góð hugmynd að nýta síðustu daga sumarfrísins til að fara yfir þarfir og óskir, t.d. varðandi stærð og staðsetningu húsnæðis og átta sig hvort eitthvað hafi breyst í þeim efnum. Eins er mikilvægt að gera sér grein fyrir greiðslugetu og hver fjárhagsramminn er. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? Það getur verið gott að setja þessi atriði niður á blað og ganga svo skipulega til verks.
Fjármögnun er lykilþáttur
Fjármögnun skiptir öllu máli og er að ýmsu að hyggja í þeim efnum. Það er alltaf gott að ræða við húsnæðislánaráðgjafa banka og lífeyrissjóða og fara yfir málin þar. Þegar kemur að fjármögnun horfa flestir til afborgana og greiðslubyrði.
Ekki einblína um of á staðsetningu
Kaupendur eiga það gjarnan til að einblína um of á ákveðna staðsetningu og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því. En stundum getur verið gott að víkka sjóndeildarhringinn í leitinni að draumaeigninni. Hver er húsnæðisþörfin með tilliti til stærðar og fjölda herbergja og hvernig er fermetraverð á svæðinu sem um ræðir?
Fáðu ráðgjöf hjá fagfólki
Það skiptir miklu að í þessu sambandi að leita ráða hjá traustri fasteignasölu, ræða við sérfræðinga þar og spegla hugmyndir og væntingar og fá aðstoð við að ramma betur inn þarfirnar og þá möguleika sem eru í boði.
Við hjá Mikluborg leggjum mikla áherslu á faglega ráðgjöf og vandaðan frágang. Hjá okkur starfar reynt og vandvirkt sölufólk ásamt öflugri skjaladeild þar sem starfa lögfræðingar og löggiltir fasteignasalar sem tryggja að kaup- og söluferlið gangi vel og faglega fyrir sig.
Með réttri nálgun getur haustið verið góður tími til að hefja aftur húsnæðisleit. Með smá skipulagi, virkri leit og sveigjanleika í nálgun getur þú fundið draumaheimilið með okkar aðstoð.
Við erum til þjónustu reiðubúin og fylgjum þér alla leið.
Katla Hanna Steed, höfundur er löggiltur fasteignasali hjá Miklaborg
📧 katla@miklaborg.is
📱569-7026