Að gera húsið upp eða kaupa nýtt?
Að gera húsið upp eða kaupa nýtt?
Þegar fólk stendur frammi fyrir því að taka húsnæði sem það hefur átt í nokkurn tíma í gegn, er mikilvægt að reikna dæmið til enda því að mörgu er að hyggja.
Kostnaður
Kostnaður við að taka meðalstórt sérbýli í gegn er misjafn og veltur á umfangi, efnisvali og ýmsum öðrum þáttum. Þó má gera ráð fyrir að kostnaður við heildarendurbætur á týpísku sérbýli geti hlaupið á á 200-300 þúsund krónum á hvern fermetra, er þar með talin hönnun, undirbúningur, efni og vinna. Eldhús og baðherbergi eru oft dýrustu rýmin þegar kemur að slíkri endurnýjun. Í sumum tilfellum er hægt að gera breytingar sem geta lækkað kostnað við rekstur fasteignar til lengri tíma litið, t.a.m. með lækkun rafmagns- og húshitunarkostnaðar og á sama tíma aukið söluverðmæti eignarinnar.
Áskoranir
Að fara heildar endurbætur á húsnæði getur falið sér margar áskoranir. Verkstjórn og yfirsýn með verkinu getur reynst erfið, sérstaklega þar sem flestir húseigendur er ekki fagfólk í byggingariðnaði og hefur takmarkaða þekkingu á slíkum framkvæmdum. Því er mikilvægt að velja verktaka og/eða iðnaðarmann sem gott er að vinna með og stilla saman strengi varðandi væntingar varðandi framvindu og kostnað. Þá er mikilvægt að forgangsraða verkefnum með skynsemi að leiðarljósi og taka reglulega punktstöðu á verkinu. Þá eru ýmsir utanaðkomandi þættir sem skipta máli, t.a.m. veðurfar sem getur tafið framvindu og hamlað verklokum, sérstaklega á veturna.
Ábati af húsnæðisendurbótum
Þrátt fyrir ýmsar áskoranir geta endurbætur á húsnæði skilað sér í lægri rekstrarkostnaði fasteignar, ánægjulegri íveru og auknum þægindum. Þá geta slíkar endurbætur skilað sér í styttra söluferli og hærra söluvirði fasteignar. Vel heppnaðar endurbætur geta þannig skilað sér í auknu söluverðmæti, en mikilvægt er að átta sig á að dýrar framkvæmdir skila ekki alltaf hærra söluverði en yfirleitt hraðari sölu, allt eftir þeim breytingum sem gerðar voru og markaðsaðstæðum hverju sinni.
Endurbætur eða kaupa nýtt?
Þrátt fyrir að að endurbætur á húsnæði geti falið í sér mikinn ábata, getur verið skynsamlegt að vega og meta kosti þess að skipta frekar um húsnæði og fara í nýtt, minnka jafnvel við sig, ef það er kostur, og einfalda þannig lífið og draga úr viðhaldskostnaði. Í dag eru margt í boði þegar kemur að nýbyggingum en gera má ráð fyrir að framboð af slíku húsnæði muni fara tímabundið minnkandi á næstu misserum, þar sem lítið hefur verið byggt á síðustu 24 mánuðum.
Ofan talið eru þættir sem vert ef að hafa í huga þegar vega þarf og meta kosti þess að fara í endurbætur á núverandi húsnæði eða kaupa nýtt.
Við hjá Mikluborg höfum mikla reynslu af því að ráðleggja fólki sem stendur frammi fyrir slíkum spurningum og erum til þjónustu reiðubúin.
Stefán Jóhann Stefánsson, höfundur er löggiltur fasteignasali hjá Miklaborg
📧 stefan@miklaborg.is
📱659-2634