Móstekkur 2-6
Móstekkur 2-6, 800 Selfoss
Móstekk 2-6 glæsilegar 4ra herbergja íbúðir í fjórbýli. Samanstendur af rúmgóðum og vel skipulögðum íbúðum með einstaklega fallegu útsýni og björtu innra rými.
Íbúðirnar eru einstaklega vel innréttaðar og fylgir stæði í bílgeymslu öllum 18 íbúðum í þessum fyrsta hluta verksins. Lyfta er í húsunum.
Hver íbúð er hönnuð með áherslu á nútímalegt skipulag, vandaðar efnisval og hljóðvist. Þær bjóða upp á auknar lofthæðir, hljóðdúk í loftum, innfellda lýsingu og innréttingar frá Voke3 sem endurspegla íslenska fagurfræði og skandinavískan einfaldleika.
Allar íbúðir eru fullbúnar til afhendingar, með hiti í gólfum og vönduðum gólfefnum.
Húsið sjálft er staðsteypt og klætt með litaðri álklæðningu, sem ásamt álgluggum, hurðum og tvöföldum tjörudúk á þaki tryggir endingargott og viðhaldslétt ytra byrði.
Staðsetningin er einstaklega góð – rólegt hverfi á Selfossi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, útivistarsvæði og alla helstu þjónustu. Hér færðu fallegt, fullbúið heimili í ört vaxandi bæjarfélagi þar sem lífsgæði eru í fyrirrúmi.
Tryggðu þér íbúð á góðu verði!
Verð frá: 77.9 milljónir.