Móhella 10 800

Selfoss

Lýsing

Miklaborg kynnir: Einstaklega bjart og fallegt 4 herbergja endaraðhús við Móhellu á Selfossi. Eignin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, þvottahús, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, hjónaherbergi, barnaherbergi og bílskúr.

Fallegt fjölskylduhús á barnvænum stað þar sem er stutt í skóla og leikskóla.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Sæmann í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is

Nánari lýsing eignar.

Forstofa með flísum á gólfi. Forstofuherbergi með parketi á gólfi. Eldhús með ljósri innréttingu og dökkri borðplötu, gluggum á tvo vegu út á sólpall, bakaraofni í vinnuhæð, helluborði, uppþvottavél og plássi fyrir breiðan ísskáp. Borðstofa með útgengi út á góðan pall til suð-austurs. Garður með grasflöt fyrir aftan hús þar sem er niðurgrafið trampolin, fyrir framan hús og bílskúr er malar bílaplan. Stofa með gluggum á tvo vegu. Hjónherbergi með walk-in fataskáp og glugga til norður út í garð. Barnaherbergi með glugga einnig til norðurs. Baðherbergi með flísum á gólfi og tveimur veggjum, frístandandi baðkari, sturtu með glerskilrúmi, upphengdu salerni og innréttingu með vask. Þvottahús með flísum á gólfi og plássi fyrir þvottavél og þurrkara undir góðri borðplötu með vask. Bílskúr með epoxy gólfi, heitu og köldu vatni, rafmagni, rafmagns hurðaopnara og háalofti. Golfhiti er í húsinu.

Gólfefni hússins er parket nema á vottrýmum þar sem eru flísar og í bílskúr er epoxy.

Mikið endurnýjað á síðustu misserum, meðal annars

-Innihurðar

-Parket

-Eldhúsinnrétting og tæki

-Baðherbergi tekið í gegn

-Þvottahús

-Gólfefni og lýsing í bílskúr

Nánari upplýsingar veitir

Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is

Fasteignin Móhella 10

149.6 4 Herbergi 1 Stofur 3 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2008
Fermetraverð : 560.829 Kr/m²
Byggingargerð : Raðhús
Fasteignamat : 77.000.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

Óskar Sæmann
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312
83.900.000 Kr.
Hafðu samband