Melbær 21 110

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Melbær 21, Tveggja hæða enda raðhús með með auka íbúð í kjallara og bílskúr. Aðalíbúð skiptist í forstofu, 4 svefnherbergi, eldhús, 2 baðherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, þvottahús og geymslu. Auka íbúð skiptist í eldhús, baðherbergi, 2 svefnherbergi, stofu,geymslu og þvottahús.
Vinsamlegast bókaðu einkaskoðun hjá Óskari Sæmann s: 691-2312 eða osa@miklaborg.is

Nánari lýsing eignar:

Aðal íbúð neðri hæð

Forstofa með flísum á gólfi. Forstofu herbergi með Parketi á gólfi on innbyggðum fataskáp. Baðherbergi á neðri hæð með flísum á gólfi, salerni, vask og spegli. Eldhús  er með parketi á gólfi, góðri innréttingu með ofni, helluborði og viftu. Stofa / Borðstofa er í opnu stóru rými með parketi á gólfi, bjart rými með gluggum á tvo vegu og útgengt út á suður-svalir. Arin er í stofu. Geymsla er niður tröppur úr alrými þar sem áður var innangengt í kjallara hússins, sem nú er stúkað af sem sér íbúð.

Aðal íbúð efri hæð.

Stigi milli hæða er steyptur með parketi á gólfi. Svefnherbergi 1  er með parketi á gólfi, fataskáp, stórum gluggum til suðurs og útgengt á svalir til suðurs. Svefnherbergi 2 er með parketi á gólfi og gugga til suðurs. Hjónaherbergi er með parketi á gólfi, fataskáp og stórum gluggum til norðurs. Þvottahús með flísaum á gólfi, rúmgott með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Baðherbergi með Flísar á gólfi og veggjum að hluta, hiti í gólfi, Sturta, baðkar, upphengt salerni,handklæðaofn, stór innrétting með vaksi skúffum og spegli. Hol  meðParket á gólfi og glugga til austurs.

Í kjallara er 96 fm 3 herbergja íbúð með sér inngangi að framan verðu, Eldhús, þvottahús, forstofa, baðherbergi, stofa og tvö herbergi.

Bílskúr: Fjarstýrð opnun á hurð. Sér húsfélag er um bílskúrana þar sem skúrar fyrir öll húsin eru saman á lóð. í lengju bílskúrana er sameignarskúr þar sem sameiginleg kerra, stigar og sameiginleg verkfæri eru geymd.

Frá Melbæ er stutt í skóla, leikskóla, sundlaug, íþrótta aðstöðu, verslun og þjónustu. Einnig er stutt í útivist í  Elliðaárdalinn sem er falin fjarsjóður innan borgarmarkana.

Nýlega er búið að skipta um eldhús og gestabaðherbergi í aðal íbúð og gera upp auka íbúð í kjallara.

Allar nánari upplýsingar gefa:

Óskar Sæmann Axelsson lögg. fasteignasali s 691-2312 eða osa@miklaborg.is

 

Fasteignin Melbær 21

311.3 11 Herbergi 2 Stofur 6 Svefnherbergi 3 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1983
Fermetraverð : 542.563 Kr/m²
Byggingargerð : Raðhús
Fasteignamat : 131.650.000
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

sss
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312
168.900.000 Kr.
Hafðu samband