Loðmundartangi 15 846

Flúðir

Lýsing

Miklaborg kynnir: Þriggja íbúða raðhús við Loðmundartanga 13-17 við Flúðir í Hrunamannahreppi. eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, rúmgott alrými (stofa/eldhús) og forstofa, ásamt bílskúr.

Hús nr. 15 er miðju hús. Hönnun og byggingarnefndarteikningar eru frá Pro-Ark.

Nánari lýsing

Sökklar: Sökklar eru steyptir og einangraðir að innan.

Gólfplata: Gólfplata er steypt og einangruð með gólfhita í. Neysluvatnslagnir eru lagðar skv. verkfræðiteikningum, rör í rör.

Útveggir: Allir útveggir hússins eru úr timburgrind. Húsin eru klætt að utan með litaðri smábáru frá Húsasmiðjunni grátt, og með timbri inn í innskoti við innganga.

Gluggar og hurðir: Allir gluggar og útihurðir eru úr ál/tré. Tvöfalt verksmiðjugler frá viðurkenndum framleiðanda er í húsinu og flyst ábyrgð þess áfram til kaupenda. Söluaðili er Gluggatækni. Litur að utan er RAL 9005 (svart) og sami litur að innan.

Þak: Tvíhalla þak er á húsinu og er það lituð stálklæðning í lit RAL 9005 (svart).

Þakkantur: Þakkantur er timburklæddur með Svörtum lit

Niðurföll og þakrennur: Þakniðurföll eru úr áli frá Hagblikk og rennur eru úr plasti frá Húsasmiðjunni.

Lóð: Lóð afhendist grófjöfnuð.

Nánari upplýsingar veitir

Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is

Fasteignin Loðmundartangi 15

132.1 4 Herbergi 1 Stofur 3 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2024
Fermetraverð : 376.230 Kr/m²
Byggingargerð : Raðhús
Fasteignamat : 1
Þvottahús : Sér innan íbúðar

Nánari upplýsingar veitir:

Óskar Sæmann
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312
49.700.000 Kr.
Hafðu samband