Laxakvísl 11 110
ReykjavíkLýsing
***OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 6.ÁGÚST MILLI KL 17:30 OG 18***
Miklaborg kynnir: Mjög heillandi raðhús á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað í Ártúnsholtinu. Húsið er hannað af Knúti Jeppesen og er skjólgóður suðurgarður fyrir framan húsið rammaður inn af bílskúrnum. Gestasnyrting, eldhús, stofa og vinnuherbergi á neðri hæð. Þrjú svefnherbergi, sjónvarpshorn, baðherbergi og þvottahús á efri hæðinni. Auk þess er 15 fm risherbergi. Bílskúrinn er 38,5 fm og með góðri lofthæð.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lg s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is
Gengið er inn í forstofu á neðri hæð hússins. þaðan er komið í rúmgott hol með góðum skápum. Gestasnyrting er við hliðina á forstofunni. Holið tengist bæði eldhúsinu og stofunni og léttur veggur er á milli eldhúss og stofu. Eldhúsið er mjög rúmgott og nær yfir þar sem bæði er eldhús og borðstofa skv. teikningu, en útgengt er í fallegan suðurgarðinn úr borðstofu. Borðstofan tengist stofunni sem nær í gegnum húsið og á norðurhlið er útgengi í lítinn garð bak við húsið. Inn af stofu er hálfopið vinnuherbergi, sem mætti nota sem barnaherbergi. Fallegt stigarými með mikilli lofthæð tengir hæðirnar. Á efri hæðinni er fyrst rúmgott þvottahús með innréttingu og opnanlegum glugga. (Svalir á teikningu eru ekki til staðar) þá eru tvö góð barnaherbergi, rúmgott sjónvarpshol og hinum meginn á hæðinni hjónaherbergi með góðum skápum og mikilli lofthæð og fallegt nýuppgert baðherbergi. (2022) Frá sjónvarpsholi er gengið upp í 15 fm risherbergi sem er með tveimur þakgluggum og gluggum sem sem veita birtu frá stigagangi og gangi.
Bílskúrinn er fyrir framan húsið og rammar af skjólgóðan inngarðinn. Hann er 38,5 fm og með mikilli lofthæð. Árið 2021 vour lektur settar á þak og þakjárn endurnýjað. Lóðin er er 3146 fm og er sameiginleg fyrir lengjuna sem telur 8 hús, Laxakvísl 1-15-oddatölur.
Sérstaklega heillandi og vel skipulagt raðhús á þessum vinsæla og fjölskylduvæna stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla og ýmsa þjónustu.
Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is