Laugarnesvegur 110 105

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Falleg og björt kjallaraíbúð með sérinngangi og gluggum á þrjár hliðar. Góð lofthæð. Forstofa, rúmgóð stofa með gluggum á tvo vegu. Svefnherbergi og lokað eldhús. Harðparket er á gólfum Drjúg geymsla undir tröppum í sameign sem er 9.1 fm að grunnfleti, en 1,4 fm að birtu flatarmáli. Fasteignamat arsins 2026 er kr. 53.450.000.- Allar nánari upplýsingar gefur Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg. fast: vidar@miklaborg.is, s. 694-1401

Gengið er inn um sérinngang á hlið hússins. Fyrst er lítil forstofa. Úr henni er á vinstri hönd gengið í rúmgóða bjarta stofu. Næst er baðherbergi með sturtu, handklæðaofni og opnanlegum glugga. Eldhúsið er með ræstiskáp og fínu vinnurými. Svefnherbergið er rúmgott og þaðan er gengið út í sameign þar sem mjög drjúg geymsla tilheyrir íbúðinni. Hún er undir tröppum með og er 9,1 fm að grunnfleti og birt flatrmál er 1,4 m2. Einnig er í snyrtilegri sameigninni þvottahús og hjólageymsla. Á undanförnum árum hafa átt sér stað umfangsmiklar framkvæmdir á húsinu, nú síðast við glugga, þak og útveggi. Afar skemmtileg eign á þessum vinsæla stað. Allar nánari uplýsingar gefur Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg. fast.: vidar@miklaborg.is s. 694-1401

Fasteignin Laugarnesvegur 110

59.5 2 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1958
Fermetraverð : 905.882 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 49.600.000
Þvottahús : Sameign

Nánari upplýsingar veitir:

viddi
Viðar Böðvarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Viðar stofnaði fasteignasöluna Fold árið 1994 og hefur starfað við fasteignasölu í yfir fjóra áratugi. Viðar er kvæntur og á eina uppkomna dóttur og tvö barnabörn. Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá 1980. Áhugamál Viðars eru allt sem viðkemur tónlist, ferðalög, lestur góðra bóka og allt sem viðkemur lífi og listum.

53.900.000 Kr.
Hafðu samband