Laugaborg

Laugaborg er nýtt fjölbýlishús á 3–6 hæðum með skjólgóðum inngarði og sameiginlegum þakgarði sem býður upp á notalegt útsýni og dýrmætar stundir utandyra – í miðbænum sjálfum.

Íbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og skipulagi, allar með gólfhita, vönduðum innréttingum og svölum eða sérafnotafleti. Allur úthringur hússins er með svalalokun sem stenst íslensk skilyrði og þolni stuðla. Alls verða bílastæði fyrir rúmlega 1000 bifreiðar í sameiginlegri bílageymslu undir svæðinu, þar sem auðvelt aðgengi verður að rafhleðslustöðvum. Lyftur eru í öllum stigagöngum. Sjálfstætt loftræstikerfi í öllum íbúðum.

Frábær staðsetning rétt við Laugardalinn mikil áhersla er lögð á vistvænar samgöngur og góða aðstöðu fyrir hjólandi og gangandi í hverfinu.

Sjá allar eignir í Laugaborg
jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
Kjartan
Kjartan Ísak Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali, B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík

Kjartan er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá HR ásamt sveinsprófi í matreiðslu frá Hótel og matvælaskólanum. Starfsferill Kjartans er fjölbreyttur og hefur Kjartan m.a. starfað sem framkvæmdastjóri, vörumerkjastjóri, verkefnastjóri og matreiðslumaður. Kjartan er kvæntur og á tvö börn.

m2
Móeiður Svala Magnúsdóttir
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Móeiður útskrifast sem löggiltur fasteigna- og skipasali vorið 2024. Fyrir utan gríðarlegan áhuga hennar á arkítektúr og innanhúshönnun þá hefur hún verið í hestamennsku frá ungum aldri og elskar alla útivist. Hún er alin upp í hlíðunum Reykjavík en býr nú í Garðabænum.

899-8278
steini
Steinn Andri Viðarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Steinn útskrifaðist sem löggiltur fasteigna- og skipasali vorið 2023. Hann hefyr brennandi áhuga á golfi og knattspyrnu. Steinn er Liverpool maður og er búsettur í Grafarvogi ásamt unnustu og syni.

jorunn
Jórunn Skúladóttir
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Jórunn hefur mikla reynslu af stjórnun og verslunarrekstri, enda alin upp við það frá blautu barnsbeini. Jórunn er löggildur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, ásamt því að hafa lokið tveggja ára nám í rekstrarstjórnun við Háskólann í Reykjavík. Jórunn hefur starfað sem fasteignasali frá byrjun árs 2011, en þar áður var hún í eigin rekstri. Að starfinu hennar undanskildu, eru helstu áhugamál Jórunnar útivist, hreyfing og góðar samverustundir með sínum nánustu, en Jórunn er gift og á fjóra uppkomna syni.“

gabriel
Gabriel Máni Hallsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.Sc. í viðskiptafræði

Gabriel Máni hóf störf hjá okkur veturinn 2023. Hann hefur víðamikla reynslu úr sölu og stjórnunarstörfum en hann hefur einnig starfað sem stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða. Hann lauk námi til löggildingar fasteigna- og skipasala vorið 2024 en er einnig með Bs.c. gráðu í viðskiptafræði hjá Háskóla Íslands. Gabriel er uppalinn í Fossvogi og æfði knattspyrnu með Víking Reykjavík á yngri árum. Helstu áhugamál hans eru boltaíþróttir og ferðalög. 

g
Gústaf Adolf Björnsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og íþróttafræðingur

Gústaf hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2005. Hann er íþróttafræðingur að mennt og starfaði um árabil sem íþróttakennari og þjálfari í fótbolta og handbolta. Gústaf er búsettur í Kópavogi, er kvæntur, á þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Áhugamál Gústafs eru íþróttir og útivist, ferðalög og dægurmál.

Ólafur Finnbogason
Ólafur Finnbogason
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali

Ólafur Finnbogason hefur starfað við fasteignasölu frá árinu 2002. Ólafur er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Ólafur er giftur og á tvö börn. Ólafur er uppalinn Seltirningur en býr í Vesturbænum. Ólafur er mikill áhugamaður um skot- og stangveiði. Einnig hefur Ólafur þjálfað handbolta með hléum síðan 1991.