Opið hús: 06.08.2025, 17:00 - 06.08.2025, 17:30

Lambhagi 6 225

Álftanes

Lýsing

Miklaborg kynnir: Glæsilegt einbýlishús með bílskúr, sem gengið hefur í gegn um endurnýjun lífdaga og ber þess vott. Húsið er við Lambhaga 6 á Álftanesi Garðabæ og er skráð alls 246,5 fm að stærð. Íbúðarhlutinn er skráður 205,4 fm á tveimur hæðum og bílskúrinn 41,1 fm. Grunnflötur efri hæðar er stærri en það sem gefið er upp þar sem hluti hans er undir súð. Lóðin er 1042 fm eignarlóð og afar falleg með miklum gróðri. Alls eru fimm svefnherbergi í húsinu og tvö baðherbergi. Virkilega fallegt og bjart fjölskylduheimil staðsett á kyrrlátum stað þaðan sem stutt er í golfvöllinn, fallegar gönguleiðir og einnig er rólóvöllur stutt frá húsinu. Ekki má svo gleyma allri þjónustu sem hefur stóraukist á þessu svæði á undanförnum árum.

Fasteignamat 2026 verður 149,7 millj.

Nánari lýsing neðri hæðar: Forstofa: Komið inn í bíslag með flísum á gólfi og þaðan gengið inn í forstofu með fataskápum ögn innar. Svefnherbergi: 17 fm herbergi sem skipta mætti í tvö herbergi ef áhugi væri á því. Þvottahús: Innst í gangi austan meginn með kork á gólfi. Sturtuklefi er í fremri hluta og þvotthúsið innra. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara og skápaplássið er gott. Baðherbergi: Rúmgott með baðkari, upphengdri salernis- og bídet skál. Mikið skápapláss. Stofa: Með parket, og marmara á gólfi fyrir framan arinn. Mjög bjart rými með stórum gluggum og gengið niður í flísalagða sólstofu sem hefur verið endurnýjuð en þar er hiti í gólfi. Borðstofa: Til hliðar við eldhús. Eldhús: Falleg hvít innrétting með stein í borðplötu. Góð tæki og háfur fyrir ofan helluborð. Mikið vinnupláss. Stæði fyrir uppþvottavél. Geymsla: Lokuð, undir tröppum að efri hæð. Bílskúr: Innangengt. Skráður 41,1 fm að stærð. Þar er lagnagrindin. Bílskúrshurð var einangruð fyrir ekki svo löngu síðan og aðgangur er að köldu lofti.

Efri hæð: Nýtt teppi var sett á tröppur fyrir stuttu. Gólfhiti er á efri hæð. Herbergi: Fjögur talsins og öll með nýlegum kvistum og fallegu parket á gólfi. Sjónvarpshol: Með þakglugga og gegnt því er rými sem nýtist vel fyrir skrifstofu t.d. Þakgluggi þar einnig. Þetta er fagurt og vel endurnýjað fjölskylduheimili en samkvæmt ástandslýsingu seljanda var þakið endurnýjað á húsinu árið 2020. Neysluvatnslagnir hafa verið endurnýjaðar að inntaki. Raflagnir endurnýjaðar á efri hæð hússins. Tvær nýjar hurðar og tveir gluggar eru til sem á eftir að setja í forstofu og gang milli bílskúrs og húss.

Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is

Fasteignin Lambhagi 6

246.5 7 Herbergi 2 Stofur 5 Svefnherbergi 2 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1979
Fermetraverð : 701.826 Kr/m²
Byggingargerð : Einbýlishús
Fasteignamat : 129.700.000
Þvottahús : Sér

Nánari upplýsingar veitir:

jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteignasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
173.000.000 Kr.
Hafðu samband