Lækjarstígur 13 851
HellaLýsing
Miklaborg kynnir stórglæsilega nýyggingu: 279,9 m2 einbýlishús á 2,5 hektara eignarlandi í neðstu húsaröð að Lækjarstíg 13 í landi Litla Hofs við Eystri Rangá. Mikið útsýni. Húsið er á steyptri plötu og gólfhiti í öllu húsinu. Stórt alrými með mikilli lofthæð þar sem eru eldhús, borðstofa og stofa. Gluggar á 3 vegu. Gangur með gluggum á báðar hendur skilur að svefnálmu. Í húsinu eru 4 stór svefnherbergi og 5 baðherbergi. Þá er stórt rými fyrir inntök / áhöld og lager. Forstofa, gestanyrting, geymsla, þvottahús, ræstiaðstaða. Stór verönd fyrir miðju húsi mót suðri og mikið útsýni. Húsið hentar vel sem sérbýli og ekki síður til þjónustu við ferðamenn sem gistihús.
Leitið upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313
Lækjarstígur 13: sjá má drónamyndir af húsinu HÉR
NÁNARI LÝSING: Úr forstofu er gengið áfram inn í alrými með mikilli lofthæð. Þar eru eldhús með stórri innréttingu og eldunareyju. Steinn á borðum. Borðstofa og stofa eru í alrými með mikilli lofthæð og gólfsíðum gluggum á þrjá vegu og miklu útsýni. Innan við alrýmið er stórt svefnherbergi með sér inngangi og ensuite baðherbergi. Getur bæði nýst sem starfsmannaaðstaða eða til útleigu. Tæpl. 20 m2 rými með stórri innkeyrsluhurð nýtist vel sem lagerrými í rekstri, rými fyrir kæla og frysta og þar eru inntök hússins. Úr alrými er gengið inn á gang til austurs. Þar er einnig hægt að ganga inn í svefnherbergið, gestasnyrtingu, ræstingaaðstöðu, þvottahús og geymslu. Á suðurhlið gangs er gólfsíður glerveggur með útgengi á verönd mót suðri með miklu útsýni. Til norðurs eru einnig gólfsíðir gluggar og þar er útgengi á útivistarsvæði / verönd norðan við húsið og útsýni upp í landið. Á ganginum eru 3 stór svefnherbergi með ensuite baðherbergjum. Endaherbergið er stærst og með gluggum á tvo vegu. Athugið að myndir innan úr húsinu fullbúnu eru tölvugerðar
Húsið verður afhent í aftirfarandi ástandi: Tilbúið að utan. Allar innréttingar verða uppsettar. Öll votrými verða flísalögð með flísum frá EBSON og baðtæki eru innbyggð frá Hans Grohe. Siemens tæki verða í eldhúsi og m.a innbyggður vínkælir. Helstu raflagnir verða komnar. Eftir að setja dúkloft, lýsingu og parket. Allar innihurðir fylgja. Lóð verður grófjöfnuð. Mjög er vandað til alls í húsinu og er Lækjarstígur 13 teiknað af Jakobi Líndal hjá Alark Arkitektum. Allar innréttinar eru teiknaðar af af Sólveigu Andreu innanhúsarkitekt og lýsing hússins er hönnuð af ILUX
Stutt er í alla þjónustu á Hellu eða Hvolsvelli. Matvöruverslanir, sundlaugar, læknisþjónusta, vínbúð, byggingavöruverslanir og veitingastaðir. Golfvöllur er á Strönd.
Lækjarstígur 13 er sérlega glæsilegt hús, hvort heldur sem íbúðarhús, sumarbústaður eða til þjónustu við ferðamenn.
Nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg.fasts. í síma 616 1313 og fridrik@miklaborg.is