Í landi Miðkots 246

Sandgerði

Lýsing

Miklaborg kynnir: Einstök sjávarbakkalóð staðsett á sunnanverðum jaðri Sandgerðisbæjar. Útsýni er í vestur út að hafi en hús og lóðir sem þessar koma afar sjaldan í sölu. Alls er um þrjár lóðir að ræða. Fyrst ber að nefna lóðina "Í landi Miðkots" með landnúmer 130439 og er 400 fm að stærð en á þeirri lóð er aðalhúsið sem var áður A hús en hefur verið stækkað umtalsvert og endurbætt. Það hús er skráð 67,1 fm að stærð. Tvær aðrar lóðir fylgja með sem nefnast "Í landi Hólkots" og eru með landnúmer 218226 sem er 725 fm og 218224 sem er 500 fm að stærð. Á lóðunum er húsa og geymsluhúsnæði sem ekki eru skráð en nánari lýsing um þau húsnæði má sjá hér að neðan en alls eru þau um og í kring um 140 fm í heildina.

Mikið er af skrautlegum listaverkum úr stáli sem fengið hafa að veðrast og setja mikin svip á svæðið. Þar er einnig t.a.m. gamall bátur sem hugsað hefur verið vel um en hann er þó aðallega ætlaður til skrauts og ekki sjófær. Einnig er nokkuð af rekavið á landi sem haganlega hefur verið komið fyrir á ýmsum stöðum þannig að prýði er af. Ekki er hægt að lýsa öllum kostum húsa og svæðis en myndirnar tala sínu máli.

A húsið í landi Miðkots stendur næst sjó með grjótvarnargarði á milli. Húsið er byggt upprunalega 1977 en hefur síðan þá gengið í gegn um töluverðar endurbætur m.a. hefur verið bætt við húsið á annarri hlið þess stóru rými sem er með svefnlofti yfir. Annars samanstendur neðri hæðin af stórri notalegri stofu, eldhús með miklu skápaplássi m.a. með stæði fyrir uppþvottavél og ísskáp. Borðstofa er staðsett fyrir framan eldhús og er með nægu rými. Baðherbergi með sturtuklefa og þar er pláss fyrir þvottavél. Farið er upp stiga til að komast upp á svefnloft sem er mjög rúmgott og bjart. Í dag eru þar þrjú rúmstæðí, hvert fyrir sig opið. Eitt þeirra er við endagafl hússin með stórfenglegu útsýni út á haf, sannkölluð svíta. Fyrir ekki svo löngu var bætt við bislag sem er hellulagt og um er að ræða óskráð fermetra sem eru ca 20-25 fm. Húsið er kynnt með varmadælu og kamínu og parket er á gólfum utan baðherbergis sem er flísalagt.

500 fm landið er til hiðar við gamla A húsið, næst sjó. Á því landi er áhaldahús, ca 20 fm sem er í raun gamall olíutankur sem fengið hefur nýtt hlutverk. Þakið er tyrft og einangrunargildi hússins ágætt. 725 fm skikinn er með fallegum húsakosti sem einnig er að mestu eldri olíutankur en fram við hann hefur verið komið fyrir forstofu. Virkilega sjarmerandi húsakot með stofu og eldhúsi sitt hvorum megin. Veggir málaðir með listaverkum. Parket er á gólfi panell í lofti forstofunnar. Húsið er rúmlega 50 fm. Á lóðunum hefur nýlega verið byggður turnhús sem er þó ekki fullklárað. Þar væri t.a.m. hægt að koma upp snyrtiaðstöðu eða jafnvel gufu. Ca. 8-10 fm

Hér er um afar áhugaverðar eignir að ræða sem bjóða upp á ýmsa möguleika fyrir þá sem hafa drifkraftinn og áhugann á að skapa og hlú að. Kjörið t.d. fyrir ferðamennsku eða einfaldlega til að útbúa sér viðverustað þar sem brimið, sjórinn, sólsetrið og fuglalífið veita hugarró og friðsæld frá hversdagsleikanum.

Allar nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520

Fasteignin Í landi Miðkots

67.1 2 Herbergi 3 Stofur - Svefnherbergi - Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1977
Fermetraverð : 892.697 Kr/m²
Byggingargerð : Sumarbústaður
Fasteignamat : 21.600.000
Þvottahús : Inni á baðherbergi

Nánari upplýsingar veitir:

jr1
Jón Rafn Valdimarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Jón Rafn hefur áratuga reynslu í sölu og markaðssetningu og hefur starfað við sölu fasteigna í 20 ár þar sem fjöldi aðila hefur leitað til hans vegna sölu á öllum tegundum fasteigna. Hann er áreiðanlegur, ávallt til taks, og leggur sig fram við að tryggja viðskiptavinum sínum besta verð fyrir eignir þeirra. Með bakgrunn í sölu- og markaðsstörfum, auk reynslu sem matsmaður fyrir íslenskum sem erlendum dómstólum má segja að Jón hafi puttan á púlsinum. Jón Rafn er sérfræðingur í sölu sérbýla og stærri eigna.

695-5520
59.900.000 Kr.
Hafðu samband