Hringhamar 31-33

Glæsileg fjölbýlishús við Hringhamar 31-33 með 2ja til 4ra herbergja íbúðum á góðum stað í hinu nýja Hamraneshverfi í Hafnarfirði.

Íbúðirnar eru bjartar og vandaðar þar sem áhersla er lögð á góða hljóðvist, loftgæði og vandaðan frágang. Þær hafa rúmgóð íverurými þar sem lagt er upp úr lifsþægindum fyrir íbúana. Hver íbúð hefur stórar svalir og íbúðirnar á efstu hæð hafa þakgarða. Sameignin er rúmgóð og björt og hefur lyftu og hluti af bílastæðum er í bílahúsi. Hverri íbúð fylgir rúmgóð geymsla á fyrstu hæð ásamt hjólageymslu og litlu verkstæði fyrir hjól.

- Sérmerkt stæði í bílakjallara fylgir flestum íbúðum. Möguleiki á rafbílahleðslu er við hvert stæði.

- Vandaðar innréttingar frá Axis og tæki frá Ormsson. Allar innréttingar og skápar ná upp í loft.

- Sérstakt loftræstikerfi í öllum íbúðum.

- Íbúðir afhendast fullbúnar en án gólfefna.

- Tilbúið til afhendingar.

Hamraneshverfi er vel staðsett hverfi í mikilli uppbyggingu með skóla, leiksskóla og falleg útivistarsvæði í í næsta nágreni.

Byggingaraðili er MótX ehf sem er traustur verktaki og hefur starfað óslitið frá stofnun árið 2005. MótX hefur hlotið viðurkenningar, bæði fyrir hönnun bygginga og frágang lóða á nýbyggingarsvæðum.

Sjá allar eignir í Hringhömrum
Óskar Sæmann
Óskar Sæmann Axelsson
Löggiltur fasteignasali

Óskar er með sveins- og meistararéttindi í bílamálun og hefur unnið í kring um bílageirann frá árinu 2001. Árið 2020 skipti svo Óskar um ham og fór í nám til löggildingar fasteigna- og skipasala og réð sig í vinnu hjá Mikluborg. Óskar sleit barnaskónum í vesturbæ Reykjavíkur og er sjóðheitur KR-ingur og golfari. Óskar er giftur þriggja barna faðir og býr með fjölskyldu sinni í Mosfellsbæ.

691-2312
stefan
Stefán Jóhann Stefánsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.A. stjórnmálafræði

Stefán Jóhann hóf störf hjá okkur haustið 2023. Hann er í löggildingarnámi sem hann lýkur vorið 2024. Stefán æfði knattspyrnu með Þrótti upp í meistaraflokk og heldur með Liverpool í ensku. Hann er að auki mikill áhugamaður um stangveiði og hefur sinnt veiðileiðsögn á sumrin.