Opið hús: 08.02.2025, 13:00 - 08.02.2025, 13:30

Hringhamar 33 (205) 221

Hafnarfjörður

Lýsing

Miklaborg kynnir: Glæsileg fjölbýlishús við Hringhamar 31-33 með 2ja til 4ra herbergja íbúðum á góðum stað í hinu nýja Hamraneshverfi í Hafnarfirði.

- Sérmerkt stæði í bílakjallara fylgir flestum íbúðum. Möguleiki á rafbílahleðslu er við hvert stæði.

- Vandaðar innréttingar frá Axis og tæki frá Ormsson. Allar innréttingar og skápar ná upp í loft.

- Sérstakt loftræstikerfi í öllum íbúðum.

- Íbúðir afhendast fullbúnar en án gólfefna.

- Tilbúið til afhendingar.

Bókaðu skoðun - Sýnum samdægurs

Íbúð 205 er vel skipulögð 3ja herbergja 90,4 fm íbúð á 2. hæð. Eigninni fylgir stæði merkt B29 í bílakjallara.

Nánari lýsing:

Eignin skiptist í anddyri með fataskáp. Inn af anddyri er á aðra hönd svefnherbergi með fataskáp og baðherbergi með sturtu og vandaðri innréttingu. Sér þvottahús. Rúmgott hjónaherbergi með fataskáp er inn af alrými. Eldhús er í opnu alrými sem samanstendur af borðstofu og stofu með útgengi út á svalir. Sjá nánar á heimasíðu verkefnis

Hamraneshverfi er vel staðsett hverfi í mikilli uppbyggingu með skóla, leiksskóla og falleg útivistarsvæði í í næsta nágreni.

Byggingaraðili er MótX ehf sem er traustur verktaki og hefur starfað óslitið frá stofnun árið 2005. MótX hefur hlotið viðurkenningar, bæði fyrir hönnun bygginga og frágang lóða á nýbyggingarsvæðum.

Nánari upplýsingar veita

Stefán Jóhann Stefánsson löggitlur fasteignasali í síma 695-2634 eða stefan@miklaborg.is

Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is

Fasteignin Hringhamar 33 (205)

90.4 2 Herbergi 1 Stofur 2 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 2023
Fermetraverð : 850.664 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 44.000.000

Nánari upplýsingar veitir:

stefan
Stefán Jóhann Stefánsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.A. stjórnmálafræði

Stefán Jóhann hóf störf hjá okkur haustið 2023. Hann er í löggildingarnámi sem hann lýkur vorið 2024. Stefán æfði knattspyrnu með Þrótti upp í meistaraflokk og heldur með Liverpool í ensku. Hann er að auki mikill áhugamaður um stangveiði og hefur sinnt veiðileiðsögn á sumrin.

76.900.000 Kr.
Hafðu samband