Hringbraut 83 101

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Fallega og vel skipulagða 2ja herbergja íbúð á góðum stað í Vesturbænum. Eignin er skráð 65,7 fermetrar hjá Þjóðskrá og er í kjallara hússins sem er vel við haldið. Útgengt er úr íbúðinni í skjólgóðan og sólríkan garð sem snýr til suðvesturs og í honum er gróðurhús sem tilheyrir íbúðinni.

Bókaðu skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni löggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is

Nánari lýsing: Gengið er meðfram húsinu inn um sérinngang í anddyri búðarinnar þar sem fatahengi og baðherbergi íbúðarinnar eru. Bak við fatahengi er geymsluskápur. Baðherbergi er með upphengdu salerni, sturtu og handklæðaofni á vegg og er með flísar á gólfi og veggjum. Úr anddyri er gengið út á gang sem leiðir þig í aðrar vistarverur íbúðarinnar. Inn til vinsti er eldhús með langri og snyrtilegri innréttingu, fallegum flísum á gólfi og veggjum að hluta til, fínir gluggar sem hleypa góðri birtu inn í rýmið. Inn til hægri af ganginum er svo rúmgóð stofa sem skiptist í borðstofu og sjónvarpshol með parket á gólfi. Stór gluggi á vesturhorni hússins og svalahurð sem opnast út á sameiginlega verönd. Inn af stofu er rúmgott svefnherbergi með stórum skápum og parket á gólfi. Úr eldhúsi er gengið inn í sameign hússins þar sem sameiginlegt þvottahús er og lítil geymsla sem tilheyrir íbúðinni en er ekki á teikningu telst því ekki til skráðra fermetra.

Frábærlega staðsett íbúð með gluggum á þrjá vegu, einstaklega vel skipulögð og vel nýttir fermetrar.

Húsið hefur verið talsvert endurnýjað m.a. var húsið múrviðgert og endursteinað árið 2017 og á sama tíma var járn á þaki yfirfarið, viðgert og málað. Árið 2016 voru gluggar yfirfarnir og viðgerðir. Árið 2016 var einnig sett nýtt dren í kringum húsið að frátaldri suðurhlið þess en að var ekki talið þurfa. Frárennslislagnir eru endurnýjaðar út í nýjan brunn á lóðinni. 

Nánari upplýsingar veitir:

Gabriel Máni Hallsson

Löggiltur fasteignasali

Sími: 772-2661

gabriel@miklaborg.is

Fasteignin Hringbraut 83

65.7 2 Herbergi 1 Stofur 1 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1939
Fermetraverð : 911.720 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 50.250.000
Þvottahús : Sameign

Nánari upplýsingar veitir:

gabriel
Gabriel Máni Hallsson
Löggiltur fasteigna- & skipasali og B.Sc. í viðskiptafræði

Gabriel Máni hóf störf hjá okkur veturinn 2023. Hann hefur víðamikla reynslu úr sölu og stjórnunarstörfum en hann hefur einnig starfað sem stuðningsfulltrúi fyrir fatlaða. Hann lauk námi til löggildingar fasteigna- og skipasala vorið 2024 en er einnig með Bs.c. gráðu í viðskiptafræði hjá Háskóla Íslands. Gabriel er uppalinn í Fossvogi og æfði knattspyrnu með Víking Reykjavík á yngri árum. Helstu áhugamál hans eru boltaíþróttir og ferðalög. 

59.900.000 Kr.
Hafðu samband