Opið hús: 22.07.2025, 16:30 - 22.07.2025, 17:00

Hraunbær 118 110

Reykjavík

Lýsing

Miklaborg kynnir: Björt og falleg ca. 98.fm. 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð í góðri, lágri blokk á góðum stað við Hraunbæ.. Suðursvalir með frábæru útsýni. . Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum, m.a. er nýlegt þak er á húsinu. Stutt í verslanir og alla helstu þjónustu. Góð sameign og vel séð um lóð hússins. Fasteignamat næsta árs er kr. 64.750.000.-

Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg.fast.: vidar@miklaborg.is, s. 6941401

Nánari lýsing: Anddyri er parketlagt með góðum fataskáp.
Stofa er mjög rúmgóð og björt, parket á gólfi. Suðursvalir frá stofumeð fallegu útsýni.

Eldhús er með góðri innréttingu, ofni í vinnuhæð og nýlegu spanhelluborði, nýleg blöndunartæki.. Flísar á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu. Tengi fyrir þvottavél.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum. Parket á gólfi.
Tvö önnur svefnherbergi eru í íbúðinni, skápur er í öðru þeirra.
Gott skápapláss er á herbergjagangi. Sérgeymsla er á jarðhæð og sameiginlegt þvottahús.

Neðangreindar endurbætur hafa verið gerðar á húsi og íbúð á síðustu árum skv. seljanda.
Sameign: Eldvarnarhurðir settar í inngangshurð allra íbúða og sameiginleg rými í stigagangi. Bílastæði tekið í gegn, lagt fyrir hleðslustöð í hvert og eitt einasta stæði og stæði merkt íbúðum. Auðvelt fyrir íbúa að kaupa/leigja stöð sem er þá sett upp við þeirra stæði. Ný þvottavél keypt í sameign sem allir íbúar hafa aðgang að. Sumar 2023: Norðurhlið máluð að utan, bæði múr og gluggar. Suðurhlið, tréverk málað (gluggar og svalahurð). Suðurhliðin er steinuð svo þar var enginn múr til að mála.2025: Nýir sílendra lása á útihurðum og sameiginlegum rýmum á sameign.

 Íbúð: Nýtt spanhelluborð og ný blöndunartæki í eldhúsi.

Lóðin: Vel er séð um hana og leitast við að hafa leiktæki og annað í lagi.

Um er að ræða bjarta og fallega íbúð í góðu húsi í Hraunbænum

Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg.fast.: vidar@miklaborg.is, s. 6941401

Fasteignin Hraunbær 118

97.7 4 Herbergi 1 Stofur 3 Svefnherbergi 1 Baðherbergi

Upplýsingar

Byggingarár : 1968
Fermetraverð : 685.773 Kr/m²
Byggingargerð : Íbúðareign
Fasteignamat : 58.450.000
Þvottahús : Inni á baðherbergi

Nánari upplýsingar veitir:

viddi
Viðar Böðvarsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Viðar stofnaði fasteignasöluna Fold árið 1994 og hefur starfað við fasteignasölu í yfir fjóra áratugi. Viðar er kvæntur og á eina uppkomna dóttur og tvö barnabörn. Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá 1980. Áhugamál Viðars eru allt sem viðkemur tónlist, ferðalög, lestur góðra bóka og allt sem viðkemur lífi og listum.

67.000.000 Kr.
Hafðu samband